text
stringlengths
0
993k
Borgarbókasafnið stendur fyrir miðborgargöngum á ensku alla fimmtudaga í júlí og ágúst . Markmiðið með göngunum er að kynna íslenskar bókmenntir fyrir ferðamönnum og öðrum útlendingum á lifandi og skemmtilegan hátt og um leið brot úr sögu Reykjavikur . Leiðsögnina annast Úlfhildur Dagsdóttir og með henni í för er leikarinn Darren Foreman sem bregður sér í ýmis gervi og flytur texta úr íslenskum bókmenntaverkum í enskum þýðingum , allt frá Íslendingasögum til nýútkominna verka . Þátttakendur fá þannig innsýn í fjölbreytta flóru íslenskra bókmennta , ljóð , smásögur , skáldsögur og leikrit og fróðleiksmola um höfundana og þá staði sem staldrað er við á . Þetta er fimmta sumarið sem safnið býður upp á þessar göngur og hefur dagskráin slípast nokkuð til á þeim tíma , verkum hefur til dæmis verið skipt út , enda úrvalið af íslenskum bókmenntum í enskum þýðingum sem betur fer aðeins að aukast . Sumt verður þó alltaf að fá að vera með , hin frábæra saga Svövu Jakobsdóttur „ Return ” ( Heimkoma ) er t.d. algerlega ómissandi , slík viðbrögð sem hún vekur í hvert einasta sinn í portinu við gamla Miðbæjarskólann . Gangan hefst við aðalsafn Borgarbókasafns í Tryggvagötu 15 kl. 17:00 og tekur um eina og hálfa klukkustund . Ekkert kostar í gönguna og ekki þarf að bóka þátttöku nema um stóra hópa sé að ræða .
Getraunin tengist að þessu sinni ástardrömum , barna - og unglingabókmenntum , myndasögum , dægurtónlist og vísindamyndum . Spurt er um skyld nöfn á alþekktum skúrkum og svörtum sauðum . Tveir þeirra elstu eru frá 19. öld . Annar þeirra birtist í víðfrægri ástar - og átakasögu eins mest lesna kvenrithöfundar Bandaríkjanna síns tíma hvers titill ber heiti aðalkvenpersónunnar og hefur sú margoft komið út í íslenskri þýðingu m.a. frá Sögusafni heimilanna . Hinn var foringi flökkufólks sem í einni af átakanlegustu barnasögum 19. aldar rændi bláeygum drenghnokka , vistaði hann hjá sér í helli og krafðist lausnargjalds . Þriðja nafnið tengist í fyrsta lagi svola nokkrum og bófa af kattarkyni sem ein frægasta myndasögu - og teiknimyndamús sögunnar reynir tíðum að koma á bak við lás og slá . Í öðru lagi tengist það nafn svakamenni og öðrum af höfuðandstæðingum sunnlensks sveitapilts og þyrluflugmanns í vinsælum sagnabálki frá sjötta áratug síðustu aldar og í þriðja lagi tengist nafnið bankaráni í lagi þekktrar íslenskrar dans - og fjörsveitar frá áttunda áratug sömu aldar . Fjórða og síðasta nafnið tengist svo máttugri persónu í vísindamyndaröð sem gengur í lið með illum öflum áður en hún snýst á ný til góðra verka með því að fórna lífi sínu til bjargar nákomnum ættingja . Spurt er nú : Nefnið a.m.k. þrjú af nöfnum hinna svörtu sauða og skúrka á íslenskuog að minnsta kosti þrjú af þeim verkum sem nöfnin tengjast . Verðlaunin eru gjafakort fyrir nýju skírteini á Borgarbókasafni eða endurnýjun á því gamla eða bókin Sólgos eftir Åsa larsson .
Sögubíllinn Æringi á ferðinni um helgina Sóla og sögubíllinn Æringi hafa vanið komur sínar í Húsdýragarðinn undanfarna viku , og ætla að halda því áfram um verslunarmannahelgina og fram í næstu viku . Laugardag , mánudag [ ekki sunnudag , eins og áður var auglýst ] , þriðjudag , miðvikudag og fimmtudag verða þau Sóla og Æringi með sögustund í Húsdýragarðinum kl. 11:00 og 12:00 . Eftir hádegi þessa sömu daga verður Æringi svo á ferð og flugi á Austurvelli , Lækjartorgi eða hvar sem börn finnast í góðu skapi ...
Laugardaginn 10. október kl. 15 opnar sýning á þýskum myndasögum í aðalsafni Borgarbókasafns í Grófarhúsi . Sérstakur gestur sýningarinnar verður myndasöguhöfundurinn Line Hoven og hún stýrir einnig myndasögusmiðju sunnudaginn 11. október frá kl. 13 – 16 . Smiðjan er fyrir fólk á aldrinum 12 – 99 ára og eru allir velkomnir , óháð fyrri reynslu af myndasögugerð . Line notar sérstaka tækni við myndasögugerð sína og mun sú tækni verða ráðandi í smiðjunni . Ekkert kostar að taka þátt í smiðjunni og þátttakendur fá allt efni á staðnum . Þeir eru hins vegar beðnir um að koma með eitthvað til að vinna út frá , t.d. persónulega ljósmynd , úrklippu úr blaði eða einhvern annan hlut sem þeir vilja nota sem kveikju að sinni vinnu . Þar sem fjöldi er takmarkaður þarf að skrá þátttöku fyrir mánudaginn 21. september . Skráning fer fram í tölvupósti : kristin.vidarsdottir@reykjavik.is eða í síma 411-6123 / 411-6111 milli kl. 9 og 17 virka daga . Sýningin og smiðjan eru samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins í Reykjavík og Goethe Institut í Kaupmannahöfn . Mynd úr bókinni Liebe Schaut Weg eftir Line Hoven
Í tilefni af sýningu á verkum japanska myndlistamannsins Yoshitomo Nara , í félagi við hönnunarhópinn Graf , sem haldin er í Listasafni Reykjavíkur , Hafnarhúsi , efnir Borgarbókasafnið í Grófarhúsi til útstillingar undir yfirskriftinni : Manga manga : myndir og sögur . Þar má skoða hina fjölbreyttu flóru japanskra myndasagna , manga , auk bóka um japanska myndlist , teikni - og tungumálakennslu og annað sem tengist japanskri menningu í myndum og sögum . Manga er eitt alvinsælasta lesefnið á bókasöfnum um þessar mundir , en japanska myndasagan á sér sérstaka hefð innan Japan og er notuð á margvíslegan hátt , ekki bara sem afþreyingar - og skemmtiefni , heldur einnig sem leiðbeiningar og fræðsluefni . Segja má að manga sé rökrétt afkvæmi japanskrar myndlistahefðar , sem frá upphafi hefur verið auðug af myndrænum frásögnum af ýmsu tagi .
Himininn yfir Berlin og Heyrðu ! saga frá Íslandi verða á dagskrá Kamesins um helgina . Föstudagur 12. febrúarHimmel über Berlin / Himininn yfir Berlín / Wings of desireKl . 19:30 og 21:45 Sýnd verður verðlaunamynd Wim Wenders frá 1987 um tvo engla sem vaka yfir Berlínarborg og fylgjast með lífi borgarbúa . Sýningartími er 130 mínútur Laugardagur 13. febrúar og sunnudagur 14. febrúar . Heimildir í hávegum : Heyrðu ! : saga frá ÍslandiKl . 14:00 — 17:00 Við höldum áfram að leita í smiðju þeirra Angeliku Andrees og Sigurðar Grímssonar í sýningaröðinni Heimildir í hávegum . Ungur maður sem er í skólanámi erlendis kemur heim og sér heimahagana í nýju ljósi . Myndin er tekin er upp við Ísafjarðardjúp og á Hornströndum . Sýningartími er 60 mínútur
Á konudaginn bauð Söguhringur kvenna uppá notalega stemningu á bókatorgi aðalsafns Borgarbókasafns í Tryggvagötu . Í stað hefðbundins blómvandar spruttu orðablóm á safninu og fræddust gestir um húmor , ást og líf kvenna í ólíkum menningarheimum . Amal Tamimi og Kristín R. Vilhjálmsdóttir lásu úr Kóraninum á arabísku og íslensku . Textinn sem varð fyrir valinu fjallar um konur og stöðu þeirra og fylgdu bæði spurningar og umræður í kjölfarið . Paola Cardenas fór með fyndið ljóð á spænsku sem hefur verið henni hugleikið allt frá barnæsku og í framhaldi af því var rætt um hvort húmor sé ólíkur milli menningarheima . Paola sagðist t.d. hafa talið sig fyndna í upprunalandi sínu en hún hafi síðan upplifað sig allt öðru vísi að þessu leyti eftir að hún flutti til Íslands og fleiri könnuðust við að það gæti verið erfitt að aðlagast húmornun í nýju landi . Margir meðal gesta gátu bætt við reynslusögum á þessu sviði og gaf það tilefni til spaugilegra umræðna .
Kynning verður á Krílasálmum á fjölskyldumorgnum í Gerðubergi , þriðjudaginn 2. mars og aðalsafni , fimmtudaginn 4. mars kl. 10.30 - 11.30 . Krílasálmar eru tónlistarnámskeið í kirkjunni fyrir ungbörn og foreldra þeirra . Námskeiðin eru ný af nálinni hér á landi en njóta mikilla vinsælda í kirkjum á hinum Norðurlöndunum . Organisti Fella - og Hólakirkju , Guðný Einarsdóttir og Diljá Sigursveinsdóttir tónlistarkennari , hafa haft veg og vanda af námskeiðunum fram að þessu , en þær kynntust svona starfsemi við nám í Kaupmannahöfn . Rannsóknir hafa sýnt að það að syngja fyrir lítil börn auki einbeitingarhæfileika þeirra og hreyfiþroska . Raddir foreldranna eru þær fyrstu sem ungbörn læra að þekkja og það veitir þeim öryggi og ánægju að heyra þær . Sönghæfileikar skipta því engu máli í þessu samhengi en málið snýst fyrst og fremst um að rækta tengsl foreldris og barns ! Borgarbókasafn Reykjavíkur , í samstarfi við Menningarmiðstöðina í Gerðubergi og Leikskólasvið , stendur fyrir fjölskyldumorgnum þar sem fjölskyldum með börn á aldrinum 0 - 6 ára er boðið að koma og eiga saman góða stund á bókasafninu . Boðið er upp á óformlega dagskrá um ýmis málefni . Leikföng og bækur fyrir börnin eru á staðnum og boðið upp á kaffisopa .
Skýrsla um fjölmenningarlegt starf í Borgarbókasafni Borgarbókasafn leggur metnað sinn í að þjóna innflytjendum sem best og hefur að leiðarljósi yfirlýsingu IFLA , International Federation of Libraries and Associations , um fjölmenningarlegt bókasafn . Til að ná sem bestum árangri var í febrúar 2008 ráðinn verkefnastjóri fjölmenningar að safninu , Kristín R. Vilhjálmsdóttir . Hér má lesa skýrslu hennar um fjölmenningarleg verkefni safnsins . Með þessari skýrslu vill Borgarbókasafn miðla til annarra tveggja ára reynslu af fjölmenningarlegri starfsemi . Vonandi verður þessi samantekt öðrum hvatning til að vinna á sömu nótum og bæði safninu og öðrum hvatning til að þróa slíkt starf áfram . Einnig er skýrslunni ætlað að vekja athygli á hlutverki bókasafna hvað varðar mál innflytjenda og ekki síst að stuðla að samvinnu á þessu sviði . Borgarbókasafn þakkar gott samstarf við þá fjölmörgu sem unnið hafa með safninu að þessu mikilvæga málefni .
Sunnudagar eru barnadagar í aðalsafni og þar er alltaf eitthvað um að vera á sunnudögum klukkan þrjú fyrir börn og fjölskyldur þeirra . Næsta sunnudag , 11. apríl , verður sögustund í umsjón Sólu , sem er hæstráðandi í sögubílnum Æringja . Hún ætlar að segja sögur af sjálfri sér og sólinni . Allir velkomnir .
Borgarbókasafnið og Myndlistaskólinn í Reykjavík stóðu fyrir samkeppni í vetur um myndasögur undir yfirskriftinni „ Skrípó : Lítil saga í fáeinum römmum “ , og er þetta í annað sinn sem slík keppni er haldin . Þriggja manna úrvalsdómnefnd valdi einn verðlaunahafa , en að auki hlutu sex þátttakendur sérstakar viðurkenningar . Sigurvegarinn er Kristinn Pálsson , átján ára Verslunarskólanemi með sögu sína Nonni og Konni . Þau sem fengu viðurkenningar eru : Arnfinnur Rúnar Sigmundsson ( 1992 ) , Baldvin Einarsson ( 1985 ) , Elísabet Rún Þorsteinsdóttir ( 1993 ) , Sigríður Þóra Flygenring ( 1998 ) , Sigurður Egill Sveinsson ( 1997 ) og Svanhildur Halla Haraldsdóttir ( 1992 ) . Tæplega hundrað sögur bárust í keppnina , sem mun nú verða árlegur viðburður . Sýning á verkunum sem bárust í keppnina var opnuð við sama tækifæri og er hún á bókatorginu á fyrstu hæð aðalsafns í Grófarhúsi . Dómnefnd skipuðu Björn Unnar Valsson fyrir hönd Borgarbókasafns , Halldór Baldursson teiknari og Inga María Brynjarsdóttir myndskreytir .
Atvinnulausir og þeir sem þiggja fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg fá nú frítt skírteini á Borgarbókasafni . Skírteinið gildir til 31.12. 2010 . Atvinnulausir þurfa að framvísa staðfestingu frá Vinnumiðlun ( Engjateigi 11 ) eða frá þjónustumiðstöð í sínu hverfi . Þeir sem þiggja fjárhagsaðstoð framvísa staðfestingu frá þjónustumiðstöð í sínu hverfi . Athugið að einungis þeir sem eiga lögheimili í Reykjavík eiga kost á fríu skírteini .
3. júní Minjasafn Reykjavíkur – MiðbæjarkirkjurnarHelga Maureen Gylfadóttir sagnfræðingur leiðir göngu um hinar sögulegu kirkjur í og við Kvosina . Lagt er upp frá Grófarhúsi . 10. júní Borgarbókasafn Reykjavíkur – MararþaraborgHafnarganga frá miðbakka . Lagt er upp frá Grófarhúsi og gengið í átt að Granda og lesinn skáldskapur um hafið , höfnina og skipin – og jafnvel sjómennina . Leiðsögukona er Úlfhildur Dagsdóttir . 24. júní Ljósmyndasafn Reykjavíkur - Smáíbúðahverfið – sjálfsbjargarstefna í húsnæðismálumSara Valdimarsdóttir kennari rekur sögu og þróun hverfisins . Gangan hefst við hús nr. 69 við Sogaveg ( miðja vegu á milli Grensásvegar og Réttarholtsvegar ) . 1. júlí Listasafn Reykjavíkur – Útilistaverk borgarinnarSigurlaug Ragnarsdóttir listfræðingur og menningarmiðlari leiðir göngu þar sem útlistverk borgarinnar verða skoðuð út frá hugmyndafræðilegum grundvelli og þannig dregnar fram nýjar áherslur . Upphaf göngunnar verður Miðja Reykjavíkur við vesturgafl Fálkahússins . 8. júlí Reykjavík Safarí – Í boði allra safnannaMenningarlífið í miðborginni kynnt fyrir fólki sem hefur flust til Íslands eða sækir landið heim . Hvar eru leikhúsin , frægar styttur og skemmtilegir staðir ? Hvað er ókeypis ? Hvað gerist um helgar ? Hvað er fyrir börn , fjölskyldur og fullorðna ? Á spænsku , pólsku , ensku og tælensku . Lagt er upp frá Grófarhúsi . 15. júlí Minjasafn Reykjavíkur – Hernám ReykjavíkurGuðbrandur Benediktsson sagnfræðingur fer á slóðir breskra hernámsmanna og segir frá atburðum sem áttu sér stað á fyrstu vikum hernáms Reykjavíkur . Lagt er upp frá Grófarhúsi . 22. júlí Ljósmyndasafn Reykjavíkur - Gengið um gamla LaugarneshverfiðGengið verður eftir gamla Laugarnesveginum og Sundlaugarvegi með Þorgrími Gestssyni , blaðamanni og höfundi bókarinnar Mannlíf við Sund , sem rifjar upp sögu hverfisins . Lagt verður af stað frá bæjarhólnum í Laugarnesisem er milli Sæbrautar og Listasafns Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga . 29. júlí Borgarbókasafn Reykjavíkur – Hús skáldannaÍ göngunni verður Vogahverfið kynnt sem heimaslóðir skálda , en fjölmörg þeirra hafa búið og búa enn í hverfinu . Leiðsögumaður er Arngrímur Vídalín . Lagt upp frá Sólheimasafni . 5. ágúst Listasafn Reykjavíkur – GötulistMyndlistamaðurinn Sara Riel leiðir göngu þar sem borgarmyndin verður skoðuð út frá hugmyndum um Urban art eða götulist . Upphafsstaður göngunnar verður Hjartatorg milli Hverfisgötu , Klapparstígs og Laugavegar . 12. ágúst Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns : Pöbbaganga í miðbænumNæturlífið hefur löngum verið helsta stundargaman Reykvíkinga , enda blómstra veitingastaðir í borginni sem aldrei fyrr . Sumir þeirra eiga sér langa og skrautlega sögu , aðrir hafa orðið að miðstöð menningarvita . Lagt er upp frá Grófarhúsi .
Bókmenntagöngur á ensku / Reykjavik Literally Borgarbókasafn býður erlendum ferðamönnum og öðrum sem ekki tala íslensku upp á bókmenntagöngur á ensku vikulega í júlí og ágúst , alla fimmtudaga kl. 17 . Markmiðið er að kynna íslenskar bókmenntir fyrir erlendum göngugestum , hvort sem þeir eru ferðamenn eða búsettir hér á landi . Jafnframt eru bókmenntirnar notaðar til að varpa ljósi á sögu Reykjavíkur . Göngurnar eru framlag Borgarbókasafnsins til menningarlegrar ferðaþjónustu , með sérstakri áherslu á að kynna borgina í ljósi bókmennta og sögu . Dagskrá göngunnar eins frá viku til viku . Gengið er frá Grófarhúsi og tekur gangan um eina og hálfa klukkustund . Leiðsögumaður er Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur og með henni er bandarískur leikari sem búsettur er á Íslandi , Darren Foreman , en hann fer með textana sem kynntir eru í göngunni . Leikkonan María Þórðardóttir hleypur svo í skarðið þegar með þarf . Þessi ganga er blanda af sögugöngu og bókmenntagöngu þar sem viðkomustaðir eru kynntir bæði sögulega og síðan útfrá ákveðnum bókmenntatextum sem tengjast staðnum og höfundar þeirra kynntir um leið . Dæmi um viðkomustaði eru við Landnámssýninguna í Aðalstræti þar sem fjallað eru um fyrstu landnemana og Íslendingasögurnar , Lækjartorg þar sem Halldór Laxness er kynntur til sögunnar , Miðbæjarskólinn þar sem smásaga Svövu Jakobsdóttur frá hernámsárunum er kynnt . Að auki er gangan ríkulega ljóðskreytt .
Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns : Pöbbaganga í miðbænum Síðasta kvöldganga sumarsins er fimmtudaginn 12. ágúst og er hún í boði allra safnanna sem standa fyrir göngunum . Í göngunni verður næturlíf miðbæjarins tekið fyrir en það hefur löngum verið helsta stundargaman Reykvíkinga , enda blómstra veitingastaðir í borginni sem aldrei fyrr . Sumir þeirra eiga sér langa og skrautlega sögu , aðrir hafa orðið að miðstöð menningarvita . Lagt er upp frá Grófarhúsi kl. 20.00 . Allir velkomnir . Ljósmyndari : Andrés Kolbeinsson Expressókaffi , kaffihús í kjallara Uppsala Aðalstræti 18 á horni Túngötu og Aðalstræti , opnað 1959 . " Expressókaffi í kjallara Uppsala . í dag verður opnuð ný kaffistofa , Expressókaffi , í kjallaranum á Uppsölum — Aðalstræti 18 . Kaffið er þarna lagað eftir ítalskri aðferð með gufupressun og á að vera mjög sterkt og hressandi . Borð og sæti eru þarna fyrir 16 manns en auk þess eru borð til að standa við , svo hægt á að vera að afgreiða 20 — 30 manns í einu . Er þetta fyrirkomulag hagkvæmt fyrir þá sem þurfa að flýta sér , en vilja gjarna fá góðan kaffisopa . “ Þjóðviljinn 9. janúar 1958 bls 3
Menningarnóttin 2010 markar tíu ára dvöl aðalsafns Borgarbókasafns í Grófarhúsi . Í tilefni þess voru nokkur dagskráratriði sérstaklega helguð húsinu sjálfu og starfssemi þess og svo hinu frábæra og fjölhæfileikaríka starfsfólki Borgarbókasafnsins . Áherslan var lögð á ljóð , en fjöldi ljóðskálda starfar og hefur starfað hjá Borgarbókasafninu í gegnum tíðina . Farið var með krakkakvæði fyrr um daginn og í eftirmiðdaginn lagði lítill úrvalshópur upp í ljóðagöngu um húsið , en þar las starfsfólk ljóð fyrir gesti , bæði frumsamin og eftir önnur skáld . Einnig komu utanaðkomandi skáld í heimsókn og lásu . Ljóðagöngunni lauk síðan með Greitt til hliðar + tveir , sigurvegurum í Ljóðaslammi Borgarbókasafns 2010 . Dagskránni lauk svo með afar fjölsóttum ljóðatónleikum sem báru yfirskriftina Kónguló á háum hælum . Þar flutti Magga stína og Tríó Eðvarðs Lárussonar tónlist Ingva Þórs Kormákssonar , starfsmanns Borgarbókasafns , við ljóð ýmissa skálda , þar á meðal nokkur skáld sem starfa eða hafa starfað hjá safninu . Auk þessa opnuðu tvær myndlistasýningar , annarsvegar sýning á verkum Daða Guðbjörnssonar á Reykjavíkurtorgi og hinsvegar einskonar bókverkssýning , eða bók í brotum eftir Birnu Bjarnadóttur . Að vanda var fjölmennt í húsinu allan daginn og fólk á öllum aldri nýtti sér það sem var í boði í húsinu , auk þess sem safnið er sem fyrr vinsæll hvíldarstaður fyrir lúna hátíðagesti .
Nú hefur verið brotið blað í bókaútgáfu á Íslandi með útgáfu fyrstu íslensku rafbókarinnar . Bókin er Zen og listin að viðhalda vélhjólum eftir Robert M. Pirsig oger hér í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar . Edda gefur bókina út . Rafbækur hafa verið að ryðja sér til rúms víða erlendis og njóta sífellt meiri vinsælda . Hver veit nema að það styttist í rafbókaútlán á Borgarbókasafni ? Sjá nánar á vef Ríkisútvarpsins og á heimasíðu Eddu .
Fámennt en góðmennt var í leshringnum á fyrsta fundi eftir páska , söknuðum samt hinna góðmennanna okkar sem ekki voru á staðnum . Allir voru heillaðir af Náunginn í næstu gröf og við erum að spá í að horfa á hana saman þegar við erum búin að hafa upp á myndinni sem heitir Grabben i graven brevid eða Fyren i nabograven . Þórgunnur las upp nokkrar skemmtilegar sögur úr Kuðungasafninu eftir Óskar Árna Óskarsson . Rætt var um vorferð eða vorfagnað af einhverju tagi – hugmyndir óskast . Lestur fyrir næsta hring er : Sumarið án karlmanna eftir Siri Hustvedt og Mynd af ósýnilegum manni sem er ævisaga eftir manninn hennar Paul Auster . Bæði eru frægir bandarískir samtímahöfundar og við eigum fleiri bækur eftir Auster á íslensku . Hittumst næst miðvikudaginn 8. maí kl. 16:15 . Leshringurinn hittist 2. miðvikudaginn í mars viku seinna vegna óveðursins sem geisaði síðastliðinn miðvikudag . Umræður voru fjörugar um bækurnar og Þórgunnur og Katrín lásu upp úr ljóðaþýðingunum hans Gyrðis . Jónína las ljóðin sín úr Tímariti Máls og Menningar sem er nýútkomið við góðar undirtektir . Fyrir næsta fund sem verðurmiðvikudaginn 3. apríl kl. 16:15 ætlum við að lesa bókina Náunginn í næstu gröf eftir Katarina Mazetti og Kuðungasafnið eftir Óskar Árna Óskarsson . Leshringurinn hittist að venju í „ sælusófahorninu “ í Ársafni . Ræddum bækurnar : Gæludýrin eftir Braga Ólafsson og ljóðabókina Sjálfsmyndir eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson . Við ræddum líka fleiri bækur sem við höfum lesið og kennir þar ýmissa grasa . Lestur þessa mánaðar : Prýðisland eftir Grace McCleen og Að snúa aftur sem eru ljóðaþýðingar eftir Gyrði Elíasson . Gleðilegt ár ! Leshópurinn kom saman í fyrsta skipti á nýju ári miðvikudaginn 9. janúar , þar sem hópurinn „ bar saman bækur sínar “ um jólalesturinn . Umræður voru fjörugar að vanda og mikið hafði verið lesið yfir hátíðarnar , bæði innanlands og utan - og jafnvel uppi í háloftunum . Einn félagi leshringsins Þórgunnur Þórarinsdóttir orti limru sem hún fór með fyrir okkur og hér fer á eftir : Blindur er bóklausmaður Bókasafnið er staður sem gott er að mætast með bækur og kætast menningin er ekkert blaður . Næst hittist leshringurinn miðvikudaginn 6. febrúar kl. 16:15 . Bækurnar sem við ætlum að lesa eru Gæludýrin eftir Braga Ólafsson og glæný ljóðabók Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar , Sjálfsmyndir . Leshópurinn hittist aftur miðvikudaginn 9. janúar kl. 16:15 . Í blessaðri nýárssólinni ætlum við að segja frá og ræða jólabókalesturinn okkar . Aðventustemning réði ríkjum í leshringnum 5. desember yfir smákökum , konfekti og jólaglöggi . Mikil umræða skapaðist um bók Herdísar Helgadóttur Úr fjötrum og fannst fólki hún varpa nýju ljósi á stöðu kvenna fyrir og í hernáminu . Ljóðabók Vilborgar Dagbjartsdóttur , Fiskar hafa enga rödd , höfðaði vel til flestra og lesin voru upp sérvalin ljóð . Enduðum á samkvæmisleik ; bentum blindandi á texta úr bókinni Perlur úr skáldskap Laxness . Hver las upp sinn texta - og það var mikið hlegið . Leshringurinn hittist næst miðvikudaginn 5. desember kl. 16:15 . Við ætlum að lesa bækurnar Úr fjötrum eftir Herdísi Helgadóttur og ljóðabókina Fiskar hafa enga rödd eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur .
Söguhringur kvenna , sem er samstarfsverkefni Borgarbóksafns Reykjavíkur og Samtaka kvenna af erlendum uppruna , afhenti á dögunum Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur listaverk . Verkið var unnið af Söguhring kvenna undir stjórn Lilianne Vorstenbosch , myndlistakennara . Listaverkið var afhjúpað við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu á Fjölmenningardegi borgarinnar , laugardaginn 14. maí . Borgarbókasafnið og Mannréttindaskrifstofa efna nú til samkeppni um nafn á listverkið . Skilafrestur er til 1. september . Fyrir besta nafnið eru veitt verðlaun , miðbæjarkort að upphæð kr. 10.000 . Sendu tillögu til : gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is Í Söguhring kvenna hittast konur í Borgarbókasafni Reykjavíkur einu sinni í mánuði . Konurnar eru frá öllum heimshornum og koma saman til að deila reynslu sinni sem konur og innflytjendur á Íslandi . Þær skiptast á sögum , fræðast um menningu , bakgrunn og áhugamál hverrar annarrar og styrkja tengslin sín á milli . Hluti samverustundanna er notaður til listsköpunar og að þessu sinni varð list ástralskra frumbyggja höfð til fyrirmyndar . Í árþúsundir hafa þessir frumbyggjar tjáð sögur af uppruna sínum , andlegri leit og sambandinu við landið í myndverkum á líkömum sínum , í sand og hellum . Fyrir fimmtíu árum eða svo tóku þeir einnig að vinna á striga , jafnt einstaklingar sem og hópar listamanna . Þessi list hefur átt þátt í að styrkja samfélög frumbyggja og fært þeim aftur samfélagslegt vald . Þetta listform þótti kjörin leið fyrir konurnar í Söguhring kvenna til að tjá sig á skapandi hátt . Bakgrunnur listaverksins sýnir útlínur Reykjavíkur og myndir kvennanna tengja saman alla þá ólíku menningarheima þær bera með sér . Í kringum rauða punktinn , sem stendur fyrir bókasafnið , er eins konar u-laga form , en meðal ástralskra frumbyggja táknar u-formið konur sem sitja saman . Listaverkið mun vera til sýnis í aðalsafni Borgarbókasafns frá og með 24. maí . Fyrir utan að njóta þessa litríka listaverks geta gestir og gangandi tekið þátt í samkeppni um nafn á listaverkinu . Verkið verður notað sem tákn fyrir fjölmenningu í Reykjavík í framtíðinni og mun verða til sýnis í Ráðhúsinu og á öðrum opinberum stöðum borgarinnar .
Þriðjudaginn 31. maí mætti ástralski sagnamaðurinn Glenn B. Swift í aðalsafn og sagði yfir 70 nemendum í 4. bekk í Melaskóla sögur . Glenn sagði sögurnar á ensku , en þrátt fyrir það virtust flest börnin skilja þær til fulls enda er Glenn mjög fær sagnamaður og notar ýmis meðul til að koma efninu til skila . Glenn hefur sagt sögur svo árum skiptir , lengur en móðir hans man : o ) , eins og segir á heimasíðu hans . Þessa dagana segir hann aðallega sínar eigin sögur og leggur áherslu á að hlustendur taki virkan þátt í frásögninni , sem hann sníður að hverjum aldurshópi fyrir sig .
Nú er vetrarstarfið óðum að fara í gang í Borgarbókasafni . Fjölskyldumorgnar , Sunnudagar eru barnadagar , prjónakaffi og Söguhringur kvenna eru meðal þess sem byrja á næstu dögum . Fjölskyldumorgnarnir , sem eru ætlaðir fjölskyldum með börn á aldrinum 0 - 6 ára , verða eins og áður vikulega í aðalsafni og Gerðubergi . Fyrsti fjölskyldumorguninn verður í aðalsafni fimmtudaginn 1. september kl. 10.30 - 11.30 og í Gerðubergi miðvikudaginn 7. september á sama tíma . Kynntu þér fjölskyldumorgnana nánar ! Prjónakaffi í Ársafni og SólheimasafniÞað er prjónað af miklu kappi alla þriðjudaga kl. 13 - 15 allan ársins hring í Ársafni . Boðið er upp á kaffi og eru allir velkomnir með handavinnuna . Í Sólheimasafni er prjónakaffi fyrsta fimmtudag í mánuði kl. 17 - 19 yfir vetrartímann og verður fyrsta prjónakaffi vetrarsin fimmtudaginn 1. september . Allir velkomnir með handavinnuna , heitt á könnunni . Söguhringur kvenna byrjar einnig sunnudaginn 4. september kl. 14 . Söguhringurinn hittist á 6. hæð í aðalsafni , Tryggvagötu 15 fyrsta sunnudag í mánuði og er hann ætlaður öllum konum sem áhuga hafa á sögum , sköpun og samveru í fjölmenningarlegu andrúmslofti . Kynntu þér Söguhring kvenna nánar
Vetrartími Borgarbókasafns gengur í garð fimmtudaginn 1. september . Opið verður lengur á virkum dögum og aftur verður opið um helgar í söfnunum . Vert er að vekja athygli á þeirri nýjung að opið verður til kl. 21 á miðvikudögum í Borgarbókasafninu í Gerðubergi !
Fyrsti Söguhringur kvenna verður sunnudaginn 4. september kl. 14 á 6. hæð í aðalsafni , Tryggvagötu 15 . Söguhringurinn fer rólega af stað , hist verður yfir kaffibolla og starf vetrarins rætt Allar konur velkomnar ! Söguhringurinn er samstarfsverkefni bókasafnsins og samtakanna og er markmið hans að skapa vettvang þar sem konur skiptast á sögum , persónulegum eða bókmenntalegum . Hann er ætlaður konum sem hafa áhuga á frjálslegri samveru sem byggir meðal annars á því að konur deila menningarlegum bakgrunni sínum með öðrum . Í söguhringnum gefst konum af erlendum uppruna einnig tækifæri til að tjá sig á íslensku , æfa tungumálið og fræðast um íslenska menningu , bókmenntir og siði .
Föstudaginn 16. september kl. 14 - 18 mun Borgarbókasafn taka þátt í Stæðaæði á Laugaveginum . Stæðaæði er verkefni sem Samtök um bíllausan lífstíl standa fyrir í samvinnu við Reykjavíkurborg um að nýta bílastæðin undir allt annað en bíla . Við munum að sjálfsögðu vera með bókasafnsstæði þar sem við munum bjóða upp á góðar og grænar bækur ( bækur úr verkefninu græn bók - góð bók ) og kynna safnið fyrir gestum og gangandi . Við erum búin að fá lánað sérstakt hjól með vagni frá hjólaverkstæðinu Kríu fyrir bækurnar .
Sunnudagar eru barnadagar í Gerðubergssafni og aðalsafni þá er alltaf eitthvað um að vera fyrir börn og fjölskyldur þeirra . Sunnudaginn 25. september verður Björk bókavera með sögustund í Gerðubergssafni kl. 14 . og Kristín Arngrímsdóttir sér um föndur í aðalsafni kl. 15 .
Fimmtudaginn 29. september opnaði í Foldasafni sýning á Æringjasögum og myndum . Í fyrra sömdu börn í leikskólum Reykjavíkur sögur í sögubílnum Æringja . Þá voru valdar sögur og unglingar úr skólum í sama hverfi fengnir til að teikna myndir við þær sögur . Úr varð hin glæsilegasta sýning sem opnaði í Aðalsafni í vor . Núna er hún til sýnis í Foldasafni og stendur yfir í 3 vikur .
Sindri Freysson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Borgarstjórinn í Reykjavík , Jón Gnarr , veitti í í gær , 5. október , í Höfða Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2011 . Besta ljóðahandritið að mati dómnefndar var Í klóm dalalæðunnar eftir Sindra Freysson . Í umsögn dómnefndar segir meðal annars : " Verðlaunahandritið í Bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar árið 2011 er óvenju ríkt og gefandi . Það er látlaust í stíl og tóni , mælt fram á hógværan hátt en með mjög afgerandi undiröldu ... Í klóm dalalæðunnar er hlaðið af nýjum sjónarhornum og myndmáli sem teygir sig inn í sálarlíf lesandans og hreyfir þar rækilega við honum , en á sama tíma býr handritið yfir rými og öndun sem hefur ekki síður langvinn áhrif . Með þessu sýnir höfundur fram á mikinn skilning á eðli og vigt tungumálsins – hvernig hægt er að segja margt í fáum orðum og hvernig er hægt , að sama skapi , að segja mikið með rýminu ; með því einu að þegja . Í klóm dalalæðunnar er full af sprengikrafti hugmynda , sjónarhorna og myndmáls , en hún stígur ekki fram með þann kraft sem skjöld sinn heldur leyfir honum að lifa á bakvið orðin . Þaðan kemur hin mikla vigt bókarinnar – í því hversu ríkulega lesandinn sjálfur fær að seilast í skilninginn upp á eigin spýtur . " Sindri Freysson er fæddur í Reykjavík 1970 og nam heimspeki og bókmenntafræði við Háskóla Íslands . Hann hóf snemma ritstörf og var enn á unglingsaldri þegar smásögur hans og ljóð birtust í blöðum og tímaritum . Frumraun hans kom út árið 1992 og vakti töluverða athygli . Fyrsta skáldsaga hans , Augun í bænum ( 1998 ) , hlaut Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness og ljóðabókin Harði kjarninn ( 1999 ) var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna ári síðar . Ljóð hans hafa verið þýdd á ensku , frönsku , þýsku , grísku , finnsku o.fl. tungumál . Ljóðabókin ( M ) orð og myndir kom út árið 2006 en þar fjallaði Sindri um dauðann frá margvíslegum og óvæntum hliðum . Ljóðabókin Ljóðveldið Ísland ( 2009 ) vakti mikla athygli en þar túlkar hann á ferskan og hvassan hátt sögu íslenska lýðveldisins frá upphafi til hrunsins . Skáldsagan Flóttinn ( 2004 ) , sem fjallar um ævintýri þýsks flóttamanns á Íslandi , fékk einróma lof gagnrýnanda , og sömu sögu er að segja um seinustu skáldsögu hans , Dóttur mæðra minna ( 2009 ) , en hún rekur áhrifamikla sögu kvenna sem hnepptar voru í breskt fangelsi í síðari heimsstyrjöld . Alls bárust 52 handrit að þessu sinni . Í dómefnd sátu Davíð Stefánsson , Bragi Ólafsson og Ingibjörg Haraldsdóttir . Verðlaunin nema 600 þúsund krónum og er útgáfuréttur í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður . Veröld gefur ljóðabókina Í klóm dalalæðunnar eftir Sindra Freysson út í dag .
Í nóvember mun fara af stað leshringur í Foldasafni . Gert er ráð fyrir 7 - 12 manns og eru ekki gerðar sérstakar kröfur um kunnáttu eða menntun , aðeins einlægan áhuga og tíma . Leshringurinn verður sá fjórði hjá Borgarbókasafni en nú þegar eru leshringir íAðalsafni og í Ársafni . Í Aðalsafni er lögð áhersla á glæpasögur og gamlar og góðar en í Ársafni á konu - og karlabækur . Í Foldasafni verður farið um víðan völl og lesið það sem vekur áhuga hverju sinni ! Hvenær : Fyrsti fundur mánudaginn 7. nóvember kl. 17:15 - 18.15 Fyrsta bók : Þar sem vegurinn endar eftir Hrafn JökulssonUmsjón : Ragnheiður María Adólfsdóttir , netfang : ragnheidur.adolfsdottir@reykjavik.is
Leshringurinn " Gamlar og góðar " byrjar aftur í aðlsafni í lok október . Leshringurinn verður þriðja þriðjudag í mánuði og hefst hann kl. 17.15 . Í leshringnum verða teknar fyrir sígildar skáldsögur , íslenskar sem þýddar . Áhugasamir hafi samband við Fríðu Magnúsdóttur , fritha@simnet.is
Ný stjórnarskrá ? Fyrsti kynningarfundur um frumvarpið Mánudaginn 10. október var haldinn fyrsti fundurinn af fjórum um frumvarp stjórnlagaráðsins til stjórnskipunarlaga . Njörður P. Njarðvík sagði frá störfum stjórnlaganefndar sem hafði það hlutverk að undirbúa vinnu stjórnlagaráðs og Salvör Nordal , formaður stjórnlagaráðs , sagði frá störfum ráðsins . Fundurinn var vel sóttur , fjölmargar fyrirspurnir voru og fjörugar umræður . Upptöku af fundinum má brátt finna á vefnum Hjari veraldar Njörðu P. Njarðvík , Ólöf Nordal og Sigurður Jón Ólafsson sem var fundarstjóri . Ljósmyndari : Pétur Einarsson . Næsti fundur verður mánudaginn 17. október og þá munu Illugi Jökulsson og Katrín Oddsdóttir mæta og tala um störf nefndar A en verkefni hennar var að fjalla um grunngildi , ríkisborgararétt og þjóðtungu , uppbyggingu og kaflaskipan stjórnarskrárinnar , náttúruauðlindir og umhverfismál og mannréttindi , þ.á m. þjóðkirkjuna . Fulltrúar B og C nefnda mæta síðan á fundi mánudagana 24. og 31. október .
John Lennon / Plastic Ono Band í kamesinu á laugardag Í tilefni komu Yoko Ono Plastic Ono Band á Iceland Airwaves – og útstillingar í tón - og mynddeild safnsins á einu af þremur minningahylkjum sem gerð voru í fyrra um John Lennon og friðarboðskap hans – verður myndin John Lennon / Plastic Ono Band sýnd í aðalsafni á laugardag . Um er að ræða áhugaverða heimildamynd um gerð samnefndrar plötu sem var eins og kunnugt er fyrsta raunverulega sólóplata Lennons . Meðal annars er rætt er við Lennon sjálfan , Yoko Ono , Ringo Starr og fleiri um tilurð plötunnar , fjallað er um hvert lag hennar og brugðið upp svipmyndum úr hljóðveri . Myndin er textuð á ensku og tekur sýning hennar rúmar 50 mínútur . Laugardaginn 15. október , kl. 15.00 og kl. 16:00 , í kamesinu á fimmtu hæð aðalsafns Borgarbókasafns , Tryggvagötu 15 . Við vekjum líka athygli á myndlistarsýningunni Baby's in Black á 1. hæð safnsins sem fjallar um Stuart Sutcliffe og Hamborgarár Bítlanna og útstillingu í tón - og mynddeild á margvíslegu efni um og eftir Bítlana og John Lennon .
Hvað er í fréttum ? - Þjónusta við innflytjendur English text belowBorgarbókasafn býður upp á fjölmenningarlega þjónustu þar sem gestum er boðin aðstoð við að leita að fréttum í dagblöðum og á vefmiðlum . Langar þig að lesa íslensku blöðin og skilja hvað er að gerast á Íslandi ? Starfsmaður Borgarbókasafns Reykjavíkur hjálpar þér að : - lesa blöðin , -kynnast ýmsum blöðum og netmiðlum -leita að fréttum -skilja fréttir -skilja orðin í fréttunum -skilja af hverju þetta er í fréttum Við skoðum blöðin í dag og ræðum það sem er að gerast . Þú getur einnig komið með fréttir eða greinar sem þú vilt skilja betur . Lesum blöðin saman fer fram í aðalsafni , Tryggvagötu 15 alla fimmtudaga kl. 17.30 .
Sunnudagar eru barnadagar í Gerðubergssafni og aðalsafni og þá er alltaf eitthvað um að vera fyrir börn og fjölskyldur þeirra . Sunnudaginn 6. nóvember er hægt að bregða sér alls konar búninga í Gerðubergssafni frá kl. 14 og í aðalsafni er föndrað af mikilli list undir leiðsögn myndlistarkonunnar Kristínar Arngrímsdóttur frá kl. 15 . Ekkert þátttökugjald og allir velkomnir .
Dagur íslenskrar tungu er miðvikudaginn 16. nóvember , á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar . Í Ársafni verður dagurinn haldinn hátíðlegur , eins og undanfarin tvö ár , með maraþonlestri allan daginn frá kl. 11 - 18 . Ruggustóllinn verður á sínum stað og hægt að setjast í hann og lesa úr uppáhaldsbókinni sinni eða öðrum bókum úr hillum bókasafnsins . Upphlutsklæddir starfsmenn taka á móti gestum með glóðvolga heimabakaða ástarpunga . Í Kringlusafni verða veggir skreyttir með skrýtnum og sjaldgæfum orðum . Þar verður einnig hægt að taka þátt í léttum spurningaleik um Jónas Hallgrímsson og kynna sér merkingu ýmissa íslenskra orðatiltækja eins og t.d. að „ snýta rauðu “ . Í aðalsafni munu fjögurra og fimm ára börn frá leikskólunum Dvergasteini og Drafnarborg syngja fyrir gesti og gangandi kl. 15 .
Kellíngabækur , lestur úr barnabókum , jóga og nudd Laugardaginn 19. nóvember kl. 13 - 15 kynna kvenhöfundar verk sín í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi undir yfirskriftinni Kellíngabækur . Kynnt verða ný verk af margvíslegum toga – skáldsögur , fræðibækur , ljóðabækur , ævisögur og barnabækur . Þetta er fjórða árið sem Gerðuberg kynnir ritverk kvenna í samstarfi við undirbúningshóp Fjöruverðlaunanna . Kynnt verða um fjörtíu verk og hafa nemendur við Háskóla Íslands umsjón með upplestrum . Í anddyri verða bækur seldar á sérstöku tilboðsverði auk þess sem höfundar og forleggjarar kynna bækur sínar . Í Gerðubergssafni Borgarbókasafnsins verður sérstök barnadagskrá þar sem lesið verður úr barnabókum , krakkar fá tækifæri til að æfa jóga og foreldrar og börn fá sýnikennslu í nuddi . Í bókasafninu verður einnig sýning á bókum þeirra kvenna sem hlotið hafa Fjöruverðlaunin , bókmenntaverðlaun kvenna , síðustu ár . Það er undirbúningshópur Fjöruverðlaunanna , grasrótarhópur kvenna innan Rithöfundasambands Íslands og Hagþenkis , sem stendur að Kellíngabókum í samstarfi við Menningarmiðstöðina Gerðuberg . Ilmandi kaffi og girnilegar veitingar eru í boði hjá Gallerí fiski - veitingastofu Gerðubergs . Undanfarin ár hafa fjölmargir gestir sótt þessa líflegu bókakynningu , notið upplestra og spjallað við höfundana .
Fjallað verður um glóðvolgar og nýútkomnar bækur í bókakaffi í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi miðvikudaginn 23. nóvember kl. 20 . Starfsmenn Borgarbókasafns , þau Björn Unnar Valsson , Ingvi Þór Kormáksson , Sunna Þórarinsdóttir , Úlfhildur Dagsdóttir og Þorbjörg Karlsdóttir kynna spennandi bækur af ólíku tagi úr bókaflóði haustsins . Áherslan verður lögð á skáldskap fyrir fullorðna , en ef til vill rata einhverjar ævisögur og barnabækur með í bunkann . Kynningin verður á léttum nótum og gestir hvattir til að taka þátt í spjallinu . Allir velkomnir . Nánari upplýsingar á heimasíðu Gerðubergs
Tónleikar verða á 1. hæð Borgarbókasafnsins Tryggvagötu 15 , laugardaginn 26. nóvember kl. 14 . Þeir félagar Gímaldin og Skúli mennski flytja lög af nýútkomnum geisladiskum sínum Búgí og Þú ert ekki sá sem ég valdi . Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir .
Aðventan er tími kirkjutónlistar , en hver er saga þessarar tónlistar hér á landi ? Sunnudaginn 27. nóvember , á fyrsta degi í aðventu , kl. 15 og 16 verður sýnd heimildarmyndin „ Kirkjutónlist á Íslandi “ í Kamesi aðalsafns , Tryggvagötu 15 . Myndin er gerð af kvikmyndafyrirtækinu Kvik árið 2006 og í henni er stiklað á stóru í íslenskri kirkjutónlistarsögu , tekin dæmi um kirkjusöng og kirkjutónlist svo langt sem heimildir geta , auk þess sem sýndir eru valdir kaflar úr klassískri kirkjutónlist , sem hér hefur verið flutt , og úr helgitónlist íslenskra tónskálda .
Afgreiðslutími Borgarbókasafns um hátíðarnar Söfn Borgarbókasafns eru opin samkvæmt hefðbundnum afgreiðslutíma um jól og áramót með örlitlum undantekningum . Að vanda fær starfsfólk safnsins einn frídag í jólagjöf frá stofnuninni og því loka öll söfnin í einn dag að aðalsafni undanskildu . Kynntu þér afgreiðslutímann um hátíðarnar !
Fimmta ljóðaslamm Borgarbókasafns var haldið á Safnanótt í Reykjavík föstudagskvöldið 10. febrúar 2012 . Þar kepptu tíu atriði til sigurs og var dagskráin afar fjölbreytt og metnaðarfull . Viðfangsefnið var „ myrkur “ í takt við þema Vetrarhátíðar í ár og tókust ljóðskáldin á við það með mismunandi hætti . Sumir stigu á stokk með hefðbundna texta en aðrir lögðu meira upp úr sviðsmynd og heildaráhrifum og þótti hinni myrku sveit NYIÞ takast einkar vel upp að þessu leyti , enda vakti sláandi atriði þeirra , „ Til eru hræ “ beinlínis hroll með áhorfendum . NYIÞ er skipað fjórum ungum mönnum sem koma nafnlausir og óþekkjanlegir fram í svörtum klæðum , og stóð hópurinn uppi sem sigurvegari kvöldsins . Textann fluttu þeir við undirleik sellós , keðju , trommu og harmónikku . Í öðru sæti var Ísak Regal með rökkurljóðið „ Leyndardómur í sígarettupakka “ , æðandi rennsli í gegnum myrkari hliðar borgarinnar , þar sem hnignun og vonleysi renna saman við draumóra um ofurhetjudáðir . Í þriðja sæti voru loks þær Jófríður Ákadóttir og Áslaug Rún Magnúsdóttir með dulúðuga „ Rökkurblíðu “ sem var rafmagnaðasta atriði slammsins þetta árið , þar sem brengluð rödd myrkursins reis upp úr ágengu suði . Þess má geta að þær stöllur eru meðlimir hljómsveitarinnar Samaris , sem sigraði Músíktilraunir á síðasta ári . Siguratriðin þrjú eru gerólík en öll túlkuðu þau þemað á sannfærandi hátt . Mörg fleiri atriði voru sérlega athyglisverð og greinilegt að orðlistin lifir góðu lífi meðal ungs fólks . Ljóðaslammið er árlegur viðburður og eru þátttakendur á aldrinum 15 – 25 ára . Hér má sjá upptökur af siguratriðunum þremur . Fyrst Til eru hræ , í flutningi NYIÞ : Þá Leyndardóma í sígarettupakka í flutningi Ísaks Regal : Og loks Rökkurblíðu þeirra Jófríðar og Áslaugar :
Grænar og góðar bækur hafa slegið í gegn og er nú svo komið að okkur vantar fleiri bækur . Því auglýsum við eftir vænlegum og áhugaverða bókum í endurlestur . Gestir safnsins eru hvattir til að koma með bækur sem þeir eru búnir að lesa og finnst skemmtilegar og leyfa öðrum að njóta þeirra . Bækurnar eru merktar sérstaklega þessu verkefni Græn bók – góð bók . Öllum er frjálst að taka með sér bók og þarf enginn að hafa áhyggjur af skiladegi eða sektum . Ætlunin er að þessar bækur fari í hringrás þannig að við mælum með því að þeim sé skilað aftur á grænu borðin en það er þó engin skylda . Grænu og góðu “ bækurnar eru í öllum söfnum Borgarbókasafns og eru alveg fríar !!! Með þessu verkefni vill Borgarbókasafnið búa til vettvang þar sem hægt er nálgast áhugaverðar og skemmtilegar bækur öllum að kostnaðarlausu . Þetta er eins konar skiptibókamarkaður að því undanskildu að grænu bækurnar eru sérvaldar . Skilyrði er að þær séu vel með farnar , hreinar og áhugaverðar . Markmið verkefnisins er að auðvelda aðgengi að bókum , hvetja til lesturs , ýta undir endurvinnslu og -nýtingu og að hafa það skemmtilegt .
Sunnudagar eru barnadagar í aðalsafni Borgarbókasafns Tryggvagötu 15 . Næsta sunnudag 22. janúar kl. 15 munu Helga Arnalds og Eivör Pálsdóttir koma i heimsókn og kynna sýninguna Skrímslið litla systir mín sem verður frumsýnt í Norræna húsinu 4. febrúar . Eivör semur tónlistina fyrir sýninguna og mun syngja eitt lag úr henni . Helga spjallar við börnin um það að eignast systkini . Allar fjölskyldur velkomnar ! Enginn aðgangseyrir ! Um sýninguna sem sýnd verður í Norræna húsinuSkrímslið litla systir mín segir frá strák sem hefur nýlega eignast litla systur . Hann kemst reyndar fljótlega að því að hún er ekkert venjulegt barn heldur skrímsli sem ætlar að éta mömmu hans upp til agna og kannski bara allan heiminn . Til að bjarga mömmu sinni og öllum heiminum frá litla skrímslinu , þarf hann að ferðast gegnum skuggalega skóga , um dimmar drekaslóðir , alla leið út á heimsenda og hann lærir í leiðinni að elska litlu systur sína . Skrímslið litla systir mín er leikhúsupplifun fyrir börn í hæsta gæðaflokki þar sem börnin taka þátt og upplifa í miklu návígi töfra leikhúss , tónlistar og myndlistar . Leikkonan býður börnunum inn í hvítan pappírsheim . Pappírinn lifnar smám saman við og verður að persónum sögunnar . Leikkonan notar pappír , tónlist og ljós til að segja þeim sögu . Sögu um það hvernig maður getur lært að elska - jafnvel skrímsli .
Búsáhaldabyltingin í Artóteki - síðasta sýningarvika Næstkomandi sunnudag , 29. janúar lýkur sýningu verkum Diddu Hjartardóttur Leaman myndlistarmanns í Artótekinu , á 1. hæð í aðalsafafni . Didda Hjartardóttir Leaman lauk framhaldsnámi frá málaradeild Slade School of Fine Art í London árið 1989 og frá Myndlista - og handíðaskóla Íslands árið 1987 . Hún stundar nú meistaranám í kennslufræði sjónlistar við Listaháskóla Íslands . Didda flutti aftur til Íslands fyrir fjórum árum , eftir tuttugu ára búsetu í London . Hún hefur því lengst af starfað erlendis að myndlistinni . Sýningin í Artótekinu er þrettánda einkasýning hennar . Árið 2009 hélt hún sem hún nefndi Skynjun og sköpun skrímslis í sýningarýminu Suðsuðvestur sem hún og árið áður sýndi hún í Start Art Gallery í Reykjavík . Einnig hefur hún tekið þátt i samsýningum í London og á Íslandi . Didda notar ýmsa miðla við myndlistina . Hvert verkefni eða hugmyndin kallar á ákveðið vinnuferli og fær að ráða ferðinni . Hún hefur töluvert unnið með ævintýri og kort t.d. götukort af London . Á sýningunni í Artótekinu eru ljósmyndir teknar í búsáhaldabyltingunni árið 2009 . Myndirnar eru teknar í dimmu og stækkaðar talsvert upp . Þær eru hreyfðar og litur , ljós og hreyfing mynda saman einhverskonar ryþma í myndunum , sem er það sem listamaðurinn hefur áhuga á að fanga . Didda hefur einnig unnið við þýðingar , kennslu , sýningarstjórn , skrif og ýmis önnur myndlistartengd verkefni . Hún er félagsmaður í Sambandi íslenskra myndlistarmanna . Listasafn Reykjavíkur og einkaaðilar eiga verk eftir Diddu . Artótekið leigir út og selur íslenska myndlist til einstaklinga og fyrirtækja . Hægt er að skoða verkin á staðnum eða á vefsíðunni www.artotek.is .
Næsti fundur leshringsins í Ársafni verður að venju fyrsta miðvikudag í mánuðinum eða miðvikudagurinn 1. febrúar kl. 16:15 . Umræðuefni fundarins verða áfram nýju bækurnar , sem meðlimir hópsins hafa verið að lesa sig í gegnum frá jólum . Ljóðabók mánaðarins er Rennur upp um nótt eftir Ísak Harðarson . Þeir sem hafa auka lestrarmátt lesa einnig Bókaránið mikla sem segir frá sönnu sakamáli sem gerðist á Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn , bókina skrifuðu blaðakonurnar Lea Korsgaard og Stéphanie Surrugue .
Í öllum söfnum Borgarbókasafns verður í febrúar stillt út bókum undir yfirskriftinni ljósmyndun . Framvegis mun í hverjum mánuði vera ákveðið eitt aðalþema og e.t.v. nokkur minni . Undir ljósmyndun fellur ýmislegt efni s.s. bækur umljósmyndun , bækurmeð ljósmyndum , bækur um ljósmyndara , hljóðbækur og kvikmyndir og ýmislegt annað sem fellur undir þemað . Það verða einnig ljósmyndadagar í Reykjavík á vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur , Þjóðminjasafns , Vetrarhátíðar og fleiri helgina 9. - 12. febrúar . Við hvetjum ykkur til að koma og kynna ykkur allt það efni sem Borgarbókasafn á um ljósmyndun .
Það er búið að vera mikið fjör í fjölmenningarstarfinu á Borgarbókasafni þessa vikuna . Mánudag og þriðjudag voru menningarmót í 9. bekk í Austurbæjarskóla . Nemendur kynntu menningarheim sinn fyrir samnemendum og foreldrum . Á menningarmótunum birtast gjarnan nýjar og skapandi hliðar á nemendum og nú sem endranær komu þeir foreldrum , kennurum og ekki síst sjálfum sér á óvart . Myndlist , kvikmyndir , tónlist , bókmenntir og dans voru meðal þeirra atriða sem nemendur kynntu . Eins og venjulega lærðu nemendur og skemmtu sér í Heilahristingi sem fer fram í aðalsafni á þriðjudögum og fimmtudögum , í Gerðubergssafni á miðvikudögum og á mánudögum Kringlusafni . Á fimmtudaginn var fræðsla og samvera fyrir sjálfboðaliðana sem taka þátt í heimanámsaðstoðinni í Heilahristingi . Þeir fengu tækifæri til að spjalla við reynda náms - og kennsluráðgjafa um bestu leiðirnar við heimanámsaðstoðina . Arnbjörg Eiðsdóttir , sem hefur mikla reynslu að fjölmenningarlegri ráðgjöf í grunnskólum borgarinnar , flutti stutt síðan fróðlegt erindi . Borgarbókasafn og Reykjavíkurdeild Rauða Krossins kunna sjálfboðaliðunum mikla þökk fyrir framlag þeirra . Þetta eru aðilar sem gefa sig alla að sjálfboðaliðastarfinu og er óhætt að segja að þeir geta gegnt lykilhlutverki í lífi nemendanna . Á fimmtudaginn var einnig „ Lesum blöðin saman “ á dagskrá eins og alla fimmtudaga kl. 17.30 . Að þessu sinni mættu einstaklingar frá Kína , Litháen , Króatíu , Bretlandi og Póllandi til að fræðast um fréttir vikunnar . Það var mikið spjallað og vöknuðu ýmsar spurningar um íslensk samfélag sem Einar , starfsmaður safnsins , svaraði að bestu getu . Á föstudaginn var ratleikur og safnkynning í aðalsafni fyrir nemendur á Innflytjendabraut í Fjölbraut í Breiðholti . Það er alltaf gaman að fá unglinga í heimsókn og er það mikil ánægja fyrir okkur á Borgarbókasafni að heimsókn á bókasöfnum skuli vera hluti af íslensku - og lífsleikninámi ungra innflytjenda .
Fjölskyldusmiðja í gerð öskupoka og bolluvanda í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands verður í Gerðubergi sunnudaginn 19. febrúar kl. 14 - 16 og í Borgarbókasafni Grófarhúsi , Tryggvagötu 15 kl. 15 - 16.30 . Krökkum á öllum aldri er boðið að taka þátt – takið gjarnan mömmu og pabba eða afa og ömmu með . Allt efni á staðnum – aðgangur ókeypis - allir velkomnir ! Bolludagur , Sprengidagur og Öskudagur lifa lengi í minningunni ! Að flengja foreldrana og aðra fullorðna að morgni bolludags og segja „ bolla , bolla “ og fá jafnmargar bollur að launum síðar um daginn ásamt því að hengja öskupoka aftan á bak einhvers , án þess að viðkomandi verði þess var , eru gamlir og skemmtilegir siðir . Bolluvendi er auðvelt að útbúa en þeir eru gjarnan gerðir úr löngum prikum og litríkum pappírsræmum . Öskupokar eru litlir skrautlegir pokar sem dregnir eru saman með þræði sem í er hengdur boginn títiprjónn . Markmiðið er að næla öskupokanum aftan á bakið á einhverjum án þess að fórnarlambið taki eftir því . Í smiðjunni eru gerðir öskupokar og bolluvendir eftir kúnstarinnar reglum . Verkefnið er við allra hæfi , auðvelt og skemmtilegt undir leiðsögn sérfróðra .
Fjöruverðlaunin , bókmenntaverðlaun kvenna , voru afhent í sjötta sinn á konudaginn , sunnudaginn 19. febrúar í Iðnó . Í flokki fagurbókmennta fékk Oddný Eir Ævarsdóttir verðlaun fyrir bókina Jarðnæði , Birna Lárusdóttir hlaut verðlaunin í flokki fræðibóka fyrir bókina Mannvist og í flokki barna - og unglingabóka hlaut Margrét Örnólfsdóttir verðlaun fyrir skáldsöguna Með heiminn í vasanum . Sandi Toksvig , sérstakur gestur hátíðarinnar , hélt ávarp og svaraði spurningum úr sal en hún er vel þekktur rithöfundur , grínisti og dagskrárgerðarmaður í Bretlandi . Hún hefur einnig verið formaður dómnefndar Orange bókmenntaverðlaunanna , sem eru sambærileg verðlaun þar í landi .
Mikill áhugi á bolluvanda - og öskupokagerð Það er óhætt að segja að það hafi verið líf og fjör í aðalsafni Borgarbókasafns sunnudaginn 19. febrúar þegar boðið var upp á leiðsögn í gerð bolluvanda og öskupoka . Eins og sjá má á myndunum voru mömmur , ömmur , pabbar og afar ekki síður áhugasamir um bolluvendina og öskupokana en börnin . Þeir sem vildu gátu búið til Origami fugla og blóm undir leiðsögn félagsmanna í Origami á Íslandi .
Borgarbókasafnið leggur metnað sinn í að þjóna notendum sínum sem best og koma til móts við óskir þeirra og þarfir . Þetta á ekki síst við um val á því efni sem keypt er inn á safnið . Við viljum að safnkosturinn sé fjölbreyttur , gagnlegur , fróðlegur , skemmtilegur og höfði til sem flestra . Því viljum við gjarnan fá hugmyndir frá notendum um kaup á bókum , tónlist , myndefni og öðru efni .
Nú stendur yfir áhugaverð sýning á ljósmyndum og bókum í aðalsafni , en sýningin er samstarfsverkefni Guðbjargar H. Leaman ( Diddu ) og Söguhrings kvenna . Sýningin er hluti af meistaraverkefni Guðbjargar í kennslufræði sjónlista við Listaháskóla Íslands og fékk hún til samstarfs við sig tíu konur úr Söguhring kvenna . Sýningin eða verkefnið er í formi ljósmynda sem konurnar tíu tóku og bóka sem þær völdu ásamt Diddu úr safninu auk eigin bóka . Þátttakendur fengu það verkefni að taka ljósmyndir á einnota myndavél með ákveðin myndefni í huga og þannig var reynt að fá að fá persónulega sýn og sammannlega á þann heim sem blasir við . Myndefnin sem þátttakendur fengu voru : 1 . Ljósmyndir af uppáhaldsútsýni frá heimili þínu 2 . Ljósmyndir af uppáhaldsbyggingum í Reykjavík eða nágrenni 3 . Ljósmyndir af einhverju sem hefur sterka tengingu við upprunaland þitt 4 . Ljósmyndir frá því svæði sem þú býrð á , staðir sem þér líkar við eða nýtur 5 . Ljósmyndir úr umhverfi þínu af einhverju sem þér finnst sérstaklega íslenskt 6 . Ljósmyndir úr umhverfi þínu sem minna þig á einhvern hátt á upprunaland þitt 7 . Restin af myndunum , frítt val Hluti þeirra mynda sem eru á sýningunni Bækurnar sem valdar voru þóttu þátttakendum endurspegla einhverja þætti um uppruna sinn , persónuleg áhugamál , eða annað sem þeir hafa ástríðu fyrir . Bækurnar geta líka verið góður útgangspunktur til að kynna Ísland , íslenska menningu eða annað sem varðar landflutninga , staði og ferðir almennt . Bækurnar eru ekki til útláns . Bækurnar og ljósmyndirnar verða til sýnis til 18. mars .
Þann 12. mars opnaði fuglasýning Björns Björnssonar og Björns Ingvarssonar á Foldasafni og stendur hún til 12. apríl . Þar leiða saman hesta sína áhugaljósmyndarinn og Grafarvogsbúinn Björn Ingvarsson , og fuglaljósmyndarinn Björn Björnsson frá Norðfirði . Sýndar eru 10 myndir frá hvorum þeirra og er sýningin á báðum hæðum bókasafnsins . Björn Björnsson var kunnur af fuglaljósmyndun á sínum tima , en myndirnar á sýningunni voru teknar víða um land á árunum 1948 - 1967 á svarthvíta filmu með þess tíma tækni og síðan handlitaðar . Myndir Björns Ingvarssonar voru teknar á höfuðborgarsvæðinu um sumarið 2011 með stafrænni myndavél og íþróttalinsu . Gestum safnsins gefst því nú kostur á að virða fyrir sér fuglamyndir frá mismunandi tímum , sem teknar voru og unnar með tækjakosti og tækni hvors tíma . Í boði er léttur spurningaleikur fyrir börn og fullorðna þar sem hægt er að vinna til verðlauna .
Fimmtudaginn 29. mars verður ný íslensk smásaga , Eins og í sögu , frumflutt samtímis í öllum grunnskólum landsins , kl. 9.45 . Höfundur sögunnar , Ragnheiður Gestsdóttir , les söguna á Rás 1 í sömu andrá svo að öll þjóðin geti lagt við hlustir . Ragnheiður skrifaði söguna fyrir börn á aldrinum 6 - 16 ára í tilefni dags barnabókarinnar að beiðni IBBY á Íslandi . Ragnheiður hlaut Sögustein , bókmenntaverðlaun IBBY á Íslandi , á degi barnabókarinnar í fyrra . Eins og í sögu fjallar um það hvernig galdur skáldskaparins getur reynst hin styrkasta stoð þegar tekist er á við ógnir hversdagsins . Aðalpersóna sögunnar er lögð í einelti í skólanum en finnur óvænta hjálp í hillum skólabókasafnsins . Sagan verður lesin fyrir grunnskólabörn á öllum aldri í leikfimisölum og smíðastofum , á sal og í sundlaugum , í frímínútum og í dönskutímum , allt eftir því hvernig hver skóli kýs að fella upplesturinn að stundaskrám nemendanna . Tilgangurinn er að fagna degi barnabókarinnar ( 2. apríl ) með notalegri sögustund og vekja um leið athygli á sameiningarmætti skáldskaparins . Með því að flytja söguna fyrir mörg þúsund lesendur í einu er mögulegt að skapa bókmenntaumræðu sem nær til samfélagsins alls . Þetta er í annað sinn sem IBBY á Íslandi fagnar degi barnabókarinnar með þessum hætti , en í fyrra var sagan Hörpuslag eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur lesin bæði í skólum og á Rás 1 . Nánari upplýsingar veita Arndís Þórarinsdóttir , formaður IBBY á Íslandi , í síma 897 2772 og Ragnheiður Gestsdóttir , rithöfundur , í síma 565 0716 eða 891 8503 . IBBY eru alþjóðleg samtök sem stofnuð voru 1953 og starfa nú í sjötíu löndum . Markmið samtakanna er að vinna í anda stofnandans , Jellu Lepman , sem áleit að góðar barnabækur gætu byggt brú á milli þjóða heims og miðlað fróðleik og skilningi milli ólíkra menningarsamfélaga . IBBY á Íslandi hefur starfað frá árinu 1985 .
Blúsvagn , stútfullur af endurnærandi eldsneyti , hefur verið ræstur í aðalsafni og gengur hann til loka Blúshátíðar . Blúsdiskar með tónlist og myndum , bækur um blús og blússögu , ævisögur blúsara og kennslubækur í blúsgítarleik . Áfylling eftir þörfum úr blústanki Tón - og mynddeildar . Ókeypis blúslán fyrir alla sem eiga bókasafnskort . Upplagt til að hita upp fyrir Blúshátíð sem hefst laugardaginn 31. mars og halda sér gangandi meðan hún stendur yfir .
Sunnudagar eru barnadagar í Gerðubergssafni og aðalsafni og er þar alltaf eitthvað um að vera fyrir börn og fjölskyldur þeirra . Sunnudaginn 1. apríl verða búnar til skemmtilegar páskafingurbrúður í Gerðubergssafni kl. 14 og í aðalsafni er boðið upp á þrjúbíó .
Umfjöllun um könnunarleik barna á fjölskyldumorgnum Könnunarleikur með hluti : Hvernig ung börn rannsaka hversdaglega hluti . Sigrún Einarsdóttir verkefnistýra á Leikskólasviði Reykjavíkurborgar spjallar um það hvað gerist þegar barn fer að geta hreyft sig úr stað . Um leið og það gerist opnast því nýir möguleikar . Það fær tækifæri til að rannsaka sitt nánast umhverfi með því handfjatla hluti og gera tilraunir á þeim á sínum forsendum í öruggu umhverfi þar sem við fullorðnu erum alltaf til staðar . Gerðubergssafn , miðvikudaginn 11. apríl kl. 10:30 .
Að leggjast í sortir 17. og 18. apríl kl. 9.00 - 14.30 Nemendum í 9. bekk í grunnskólum Reykjavíkur er boðið til bókaveislu í aðalsafni . Fjöldi áhugaverðra bóka , s.s. fantasíur , ævisögur , ástarsögur og myndasögur , verður dreginn fram og kynntur auk þess sem ýmsir þekktir einstaklingar segja frá lestrarreynslu sinni . Þessi dagskrá er í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO . Bókaverðlaun barnanna verða afhent í ellefta sinn , en bækurnar , sem hljóta þessi verðlaun , eru valdar af krökkum á aldrinum 6 - 12 ára víðsvegar af landinu . Veitt eru verðlaun fyrir eina frumsamda bók og eina þýdda . Viltu verða persóna í bók ? 19. apríl ( sumardagurinn fyrsti ) kl. 13.00 - 17.00 Skelltu þér inn í Risabókina sem unnin er af yfir 300 nemendum í Vesturbæjarskóla . Í bókinni eru felumyndir , ljóð , textar , flettimyndir , hljóð , skilaboð , lykt og það er líka pláss fyrir þig . Gaman saman , dansað , sungið , föndrað lesið og sprellað . Dagskrá fyrir stór og smá börn á öllum aldri og allstaðar að . Sirkus Íslands mætir og hristir ærlega upp í áhorfendum , salsakennsla þar sem Etna Lupita Mastache kennir spor undir fjörugum tónum frá Suður-Ameríku og Karabíhafinnu , grímugerð og andlitsmáling . Ekki missa af bráðskemmtilegri dagskrá í aðalsafni Borgarbókasafns laugardaginn 21.4 kl. 13 - 15 ! Gaman saman er samstarfsverkefni leikskólanna Garðaborgar , Nóaborgar , Skóla - og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Borgarbókasafns . 13:00 „ Höfuð , herðar , hné og tær ... “ á ýmsum tungumálum . 13:10 Sirkus Íslands 13:40 Rauðhetta á pólsku og spænsku 14:00 Tónlist frá Perú 14.15 Pólskt leikhús 14:30 Salsakennsla Opnun á veggskreytingum Kristínar Arngrímsdóttur sem hún hefur málað upp úr bókum sínum um Arngrím apaskott . Opnun sýningar á Æringjasögum . Sýningin er samstarfsverkefni leikskóla og grunnskóla . Leikskólabörn sömdu sögur í sögubílnum Æringja og börn og unglingar úr grunnskólum myndskreyttu þær . Sóla sögukona Æringja opnar sýninguna og verða söguhöfundar viðstaddir . Lesið í línurnar Alla vikuna kL. 10 - 19 Börnum gefst tækifæri til að taka þátt í að búa til lifandi söguþræði á Foldasafni meðan á Barnamenningarhátíð stendur . Spennusögur , fyndnar sögur , dramatískar sögur , hrakfallabálkasögur . Bættu við þinni uppáhaldsbók og vertu með í að skapa skemmtilegan söguþráð . Björn Finnsson frá Origami Ísland mun leiðbeina áhugasömum við japanskt pappírsbrot á Foldasafni . Námskeiðið er opið öllum . Bókakaffi . Bókabrellur og bollakökur 21. apríl kl. 13.00 - 14.00 IBBY á Íslandi býður upp á kaffihúsastemningu í Foldasafni . Bókaspjall með óvæntum uppákomum fyrir krakka sem þora . Bókamarkaður Alla vikuna á afgreiðslutíma safnsins Á bókamarkaðinum verða seldar bækur sem gestir hafa gefið safninu og ágóðinn mun renna óskiptur til heimilis sem Íslendingar reka á Haíti fyrir munaðarlaus börn . Bókaormur frá leikskólanum Álftaborg kemur í heimsókn . Börn úr elstu bekkjum Laugarnesskóla segja börnum og fullorðnum sögu . Þetta er afrakstur samvinnuverkefnis Laugarnesskóla og sögubílsins Æringja frá Borgarbókasafni sem nefndist Sögukona í fóstur . Nemendurnir hafa verið á sagnanámskeiði hjá Ólöfu Sverrisdóttur , verkefnastjóra sögubílsins Æringja og á Barnamenningarhátíðinni ætla þau að nýta þessa nýfengnu kunnáttu sína og segja sögur í Laugarnesskóla , á Dalbraut , í Barnamenningarhúsinu , í leikskólum og í sögubílnum Æringja ásamt Sólu sögukonu .
Í tilefni indverskrar kvikmyndahátíðar sem stendur yfir 11. - 20. apríl í Bíó Paradís stillum við út indversku efni á 1. hæð í aðalsafni . Þar má finna skáldsögur eftir indverska eða indverskættaðra höfunda , indverska tónlist , kvikmyndir og fleira . Óhætt er að mæla með nokkrum góðum bókum í íslenskri þýðingu eins og „ Viltu vinna milljón “ , „ Hvítur tígur “ og bækur Salman Rushdie auk bóka á ensku , s.s. eftir Anitu og Kiran Desai .
Bókasafnsdagurinn er nú haldinn í annað sinn og er hann þriðjudaginn 17. apríl . Yfirskrift dagsins þetta árið er „ Lestur er bestur “ . Í söfnum Borgarbókasafns verður mikið um að vera og aðaláherslan að sjálfsögðu sett á lestur . Þeir sem ekki eiga bókasafnsskírteini á Borgarbókasafni geta fengið eins mánaðar kynningarskírteini á öllum söfnunum endurgjaldslaust þennan dag . Aðalsafn Lestur er bestur Myndbönd munu rúlla á skjá þar sem fjölmargir segja frá sínum uppáhaldsbókum og lestrarupplifun . Á annarri hæð verður útstilling á umræddum bókum . Yndislestur starfsmanna Starfsmenn munu stilla út sínum uppáhaldsbókum á annarri hæð . Opnun á listaverki Kristínar Arngrímsdóttur á stigagangi Klippt verður á borða kl. 13 og sýning Kristínar Arngrímsdóttur á veggmyndum um Arngrím apaskott opnuð formlega . Í framhaldi mun Kristín lesa upp úr bókum sínum um Arngrím apaskott . Boðið verður upp á veitingar . Opnun farandsýningar á æringjasögum og myndum Sögurnar eru samdar af leikskólabörnum og myndskreyttar af grunnskólabörnum . Sjónvarpsstjarnan Sóla sögukona safnaði saman sögunum og myndunum og bjó til þessa skemmtilegu sýningu og mun hún ásamt listamönnunum opna sýninguna kl. 13 . Boðið verður upp á veitingar . Lesið í línurnar Gestum og gangandi gefst tækifæri til að taka þátt í að búa til lifandi söguþræði . Spennusögur , fyndnar sögur , dramatískar sögur , hrakfallabálkasögur . Bættu við þinni uppáhalds bók og vertu með í að skapa skemmtilegan söguþráð . Bókapakkar Lánþegum gefst tækifæri til að fá lánaða bókapakka og leyfa starfsfólki Foldasafns að koma sér skemmtilega á óvart . Hvaða bók leynist í pakkanum þínum ? Uppáhalds - eða minnisstæðar bækur Fastagestir Foldasafns stilla út og segja frá uppáhalds og / eða minnisstæðum bókum . Gerðubergssafn Uppáhaldsljóðið Fastagestum Gerðubergssafns og öðrum áhugasömum boðið að lesa uppáhalds ljóðið sitt . milli kl. 12:30 til 13:30 Útstilling með ljóðabókum . Myndir á gólfi við þekkt barnaljóð . Orðaormur Gestum og gangandi gefst tækifæri á að bæta skemmtilegum / fallegum orðum við orðaorminn sem skreytir barnadeildina . Útstilling á tröllabókum Í tengslum við leiksýningu Möguleikhússins á Ástarsögu úr fjöllunum . Bókapakkar Lánþegum gefst tækifæri til að fá lánaða bókapakka og leyfa starfsfólki Gerðubergssafns að koma sér skemmtilega á óvart . Hvaða bók leynist í pakkanum þínum ? Bókamarkaður Bókamarkaður til styrktar barnaheimili sem Íslendigar reka á Haití fyrir munaðarlaus börn . Uppáhalds - eða minnisstæðar bækur Starfsmenn velja uppáhalds - eða minnisstæðar bækur úr æsku . Útstilling verður á eldri barnabókum í eigu safnsins og persónulegum barna - og unglingabókum starfsmanna . Bókapakkar Hvað leynist í pakkanum þínum ? Lánþegar geta fengið að láni bókapakka og látið koma sér á óvart . Sannkallað óvissu-útlán . Frítt kynningarskírteini Upplestur Sigurður Jón Ólafsson og Þórhallur Þórhallsson munu lesa upp fyrir gesti um miðjan dag .
Bókaverðlaun barnanna veitt á sumardagnn fyrsta Bókaverðlaun barnanna verða afhent í ellefta sinn á sumardaginn fyrsta kl. 14 í aðalsafni Borgarbókasafns , Tryggvagötu 15 . Bækurnar sem hljóta þessi verðlaun , eru valdar af krökkum á aldrinum 6 - 12 ára víðsvegar af landinu . Veitt eru verðlaun fyrir eina frumsamda bók og eina þýdda . Allir velkomnir ! Safnið er opið ´ kr. 13 - 17 .
Skemmtibók Sveppa og Dagbók Kidda klaufa hlutu Bókaverðlaun barnanna 2012 Bókaverðlaun barnanna voru afhent í ellefta sinn í dag , sumardaginn fyrsta , við skemmtilega athöfn í Borgarbókasafni . Veitt eru verðlaun fyrir bækur sem komu út á síðasta ári , fyrir eina frumsamda bók og eina þýdda . Bækurnar eru valdar af krökkum á aldrinum 6 - 12 ára víðsvegar af landinu . Bækurnar Skemmtibók Sveppa eftir Sverri Þór Sverrisson og Dagbók Kidda klaufa : ekki í herinn ! eftir Jeff Kinney , í þýðingu Helga Jónssonar hlutu verðlaunin í ár . Verðlaunin voru í bókarformi og fengu þeir félagar Sverrir Þór og Helgi bókina Út þagnarhyl , ævisögu Vilborgar Dagbjartsdóttur . Að venju fengu nokkrir krakkar viðurkenningu fyir þátttöku sína í valinu . Viðurkenningarnar eru bækur , leikhúsmiðar og síðast en ekki síst fær eitt barnanna Sveppa í heimsókn í bekkinn sinn . Sverrir Þór þakkar fyrir sig Helgi Jónsson og Sverrir Þór SverrissonÞessi börn fengu viðurkenningu fyrir þátttöku sína í vali á bestu barnabókunum
„ Þetta er nú dynur hins nýja tíma , Þuríður mín “ Á Bókakaffi í Gerðubergi miðvikudagskvöldið 25. apríl kl. 20 mun Bjarni Guðmundsson , sem oftast er kenndur við Hvanneyri , segja gestum frá því hvernig dráttarvélarnar Ferguson og Farmall breyttu gangi mála í sveitunum . Ört vaxandi þjóð , sem bjó við áður óþekkta velmegun að nýlokinni heimsstyrjöld , krafðist stóraukinna afkasta í landbúnaði – afkasta sem ekki varð náð nema með vélvæðingu sveitanna . Þar skiptu heimilisdráttarvélarnar sköpum . Bjarni Guðmundsson sem oftast er kenndur við Hvanneyri er hafsjór af fróðleik um þessa umbrotatíma og hefur unnið einstakt verk við skráningu þeirra og út hafa komið bækurnar Bjarni Guðmundsson er fæddur á Kirkjubóli í Dýrafirði 18. ágúst 1943 . Bjarni varð Búfræðingur frá Hvanneyri 1962 og búfræðikandídat 1965 . Hann lauk síðan Licentiatprófi í búvísindum frá Búnaðarháskólanum í Ási í Noregi 1971 . Bjarni hefur verið prófessor í bútækni við Landbúnaðarháskólann og stundað rannsóknir á verkun fóðurs ( heys , korns ) og tækni við fóðuröflun . Bjarni lauk föstu starfi við skólann í ágúst 2008 og sinnir nú sérverkefnum á vegum hans í hálfu starfi . Bjarni svarar fyrir Landbúnaðarsafn Íslands ( www.landbunadarsafn.is ) og fæst við búnaðarsöguleg viðfangsefni . Bókakaffi Gerðubergs eru samstarfsverkefni Borgarbókasafns og Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs .
Í tilefni af Bókasafnsdeginum þann 17. apríl var starfsfólk bókasafna landsins fengið til að velja bestu barna - og unglingabókina . Í þetta skipti var ákveðið að binda valið ekki eingöngu við íslenska höfunda heldur máttu bækurnar einnig vera þýddar . Bækurnar máttu vera gamlar eða nýjar og mátti hver og einn starfsmaður senda inn eins marga titla og hann vildi . Samkvæmt vali starfsmanna eru 100 bestu barna - og unglingbækurnar sem hafa komið út á íslensku eftirfarandi : 1 . Bróðir minn Ljónshjarta - Astrid Lindgren 2 . Jón Oddur og Jón Bjarni - Guðrún Helgadóttir 3 . Lína langsokkur - Astrid Lindgren 4 . Pollýanna - Eleanor H. Porter 5 . Emil í Kattholti - Astrid Lindgren 6 . Sitji Guðs englar - Guðrún Helgadóttir 7 . Heiða - Johanna Spyri 8 . Bláskjár - Franz Hoffmann 9 . Dísa ljósálfur - G.T. Rotman 10 . Pípuhattur galdrakarlsins - Tove Janson 11 . Pabbi , mamma , börn og bíll - Anne-Cath Vestly 12 . Sagan hans Hjalta litla - Stefán Jónsson 13 . Ronja ræningjadóttir - Astrid Lindgren 14 . Anna í Grænuhlíð - L. M. Montgomery 15 . Adda - Jenna og Hreiðar 16 . Baldintáta - Enid Blyton 17 . Benjamín dúfa - Friðrik Erlingsson 18 . Sagan af bláa hnettinum - Andri Snær Magnason 19 . Grösin í glugghúsinu - Hreiðar Stefánsson 20 . Kári litli og Lappi - Stefán Júlíusson 21 . Sagan af Dimmalimm - Muggur 22 . Segðu það börnum , segðu það góðum börnum - Stefán Jónsson 23 . Láki - Grete Janus Hertz 24 . Mómó - Michael Ende 25 . Mömmustrákur - Guðni Kolbeinsson 26 . Ertu Guð , afi ? - Þorgrímur Þráinsson 27 . Fíasól í fínum málum - Kristín Helga Gunnarsdóttir 28 . Draugaslóð - Kristín Helga Gunnarsdóttir 29 . Engill í Vesturbænum - Kristín Steinsdóttir 30 . Ástarsaga úr fjöllunum - Guðrún Helgadóttir 31. 40 vikur - Ragnheiður Gestsdóttir 32 . Artemis Fowl - Eoin Colfer 33 . Falinn fjársjóður - Ármann Kr . Einarsson 34 . Gagn og gaman - Helgi Elíasson 35 . Undan illgresinu - Guðrún Helgadóttir 36 . Palli var einn í heiminum - Jens Sigsgaard 37 . Vísnabókin - Símon Jóh. Ágústsson 38 . Harry Potter og viskusteinninn - J.K. Rowling 39 . Kata frænka Kate - Seredy 40 . Flugan sem stöðvaði stríðið - Bryndís Björgvinsdóttir 41 . Ævintýraeyjan - Enid Blyton 42 . Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó - Þorvaldur Þorsteinsson 43 . Skilaboðaskjóðan - Þorvaldur Þorsteinsson 44 . Snúður og Snælda - Pierre Probst 45 . Fimm á Fagurey - Enid Blyton 46 . Eragon Christopher Paolini 47 . Franskbrauð með sultu - Kristín Steinsdóttir 48 . Hver er flottastur ? - Mario Ramos 49 . Garðurinn - Gerður Kristný 50 . Ört rennur æskublóð - Guðjón Sveinsson 51 . Helgi skoðar heiminn - Njörður P. Njarðvík 52 . Hilda á Hóli - Martha Sandwall-Bergstrøm 53 . Frænkurnar fjórar og amma í Fagradal - Dikken Zwilgmeyer 54 . Góða nótt Einar Áskell - Gunilla Bergström 55 . Langafi prakkari - Sigrún Eldjárn 56 . Sesselja Agnes - Maria Gripe 57 . Óðfluga - Þórarinn Eldjárn 58 . Nonni og Manni - Jón Sveinsson 59 . Sigga og skessan í fjallinu Herdís Egilsdóttir 60 . Selurinn Snorri - Frithjof Sælen 61 . Sossa sólskinsbarn - Magnea frá Kleifum 62 . Blómin á þakinu - Ingibjörg Sigurðardóttir 63 . Hungurleikarnir - Suzanne Collins 64 . Í afahúsi - Guðrún Helgadóttir 65 . Jólin koma - Jóhannes úr Kötlum 66 . Fólkið í blokkinni - Ólafur Haukur Símonarson 67 . Madditt og Beta - Astrid lindgren 68 . Millý Mollý Mandý - Joyce Lankester Brisley 69 . Stubbur - Bengt Janus Nielsen 70 . Prins Valiant - Harold R. Foster 71 . Eyja gullormsins - Sigrún Eldjárn 72 . Gott kvöld - Áslaug Jónsdóttir 73 . Fugl í búri Kristín Loftsdóttir 74 . Bras og þras á Bunulæk - Iðunn Steinsdóttir 75 . Búrið - Olga Guðrún Árnadóttir 76 . Frænkuturninn - Steinunn Sigurðardóttir 77 . Litla gula hænan 78 . Alli Nalli og tunglið - Vilborg Dagbjartsdóttir 79 . Lísa í Undralandi - Lewis Carroll 80 . Ævintýri litla tréhestsins - Ursula Moray Williams 81 . Óli Alexander - Fílibomm-bomm-bomm Anne-Cath Vestly 82 . Lotta í Ólátagötu - Astrid Lindgren 83 . Aþena - Margrét Örólfsdóttir 84 . Nancy og leyndardómur gamla hússins - Carolyn Keene 85 . Engin venjuleg Valdís - Bergljót Hreinsdóttir 86 . Berjabítur - Páll H. Jónsson 87 . Allt annað líf - Gunnhildur Hrólfsdóttir 88 . Elías - Auður Haralds 89 . Heimskringla - Þórarinn Eldjárn 90 . Fúsi froskagleypir - Ole Lund Kirkegaard 91 . Selur kemur í heimsókn - Gene Deitch 92 . Páll Vilhjálmsson - Guðrún Helgadóttir 93 . Skordýraþjónusta Málfríðar - Sigrún Eldjárn 94 . Vala - Ragnheiður Jónsdóttir 95 . Dóra - Ragnheiður Jónsdóttir 96 . Fjólubláir dagar - Kristín Steinsdóttir 97 . Gegnum glervegginn - Ragnheiður Gestsdóttir 98 . Grímur grallari - Richmal Crompton 99 . Kuggur og fleiri fyrirbæri - Sigrún Eldjárn 100 100 . Kötturinn sem hvarf - Nína Tryggvadóttir
Sögukonan Sóla sem keyrir um borgina á sögubílnum Æringja kann svo sannarlega galdurinn að segja góða sögu . Hún hefur að undanförnu verið að vinna ævintýralega skemmtilegt verkefni með nemendum úr 5. og 6. bekk í Laugarnesskóla . Sóla er búin að gefa þeim góð ráð um það hvernig gott er að segja öðrum sögur en líka um það hvernig hægt er að semja sínar eigin sögur . Krakkar á leikskólanum Laugasól voru meðal þeirra sem fengu að hlýða á afraksturinn í skemmtilegri sögustund . Að henni lokinni fengu krakkarnir að kíkja á sögubílinn hennar Sólu sem vekur alltaf mikla lukku .
Í skugga stríðs : þýsk kvikmyndahátíð í Kamesi 4. - 13. maí Föstudaginn 4. maí hófst rúmlega vikulöng kvikmyndahátíð í samstarfi við Goethe-Instetut í Kamesinu á 5. hæð aðalsafns þar sem sýndar verða þýskar kvikmyndir frá eftirstríðsárunum . Um er að ræða myndir sem gefa nokkra innsýn í þýska kvikmyndagerð þessa tímabils , bæði í vestri og austri . Kvikmyndagerð sem þurfti að glíma við óvenjulegar aðstæður , erfið viðfangsefni og oft á tíðum ritskoðun í skugga tveggja stríða , heimsstyrjaldarinnar síðari og kalda stríðsins . Flestar myndirnar hafa sjaldan eða aldrei verið sýndar hér á landi . Meðal athyglisverðra mynda á hátíðinni verða : Die Mörder sind unter uns frá 1946 , víðfræg mynd um afleiðingar stríðs , uppgjör og refsingu , tekin í rústum Berlínarborgar rétt eftir stríðið . Der Hauptmann von Köpenick sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna árið 1956 , gerð eftir þekktu leikriti sem Árni Tryggvason sló eftirminnilega í gegn í á sínum tíma . Abschied von gestern ( Anita G. ) frá 1966 í leikstjórn Alexanders Kluge , tímamótamynd með óvæntum endi um unga konu frá Austur-Þýskalandi sem kemur til Vestur-Þýskalands í leit að betra lífi . Berlin Ecke Schönhauser frá 1957 um rótlausa táninga í Austur-Berlín í uppreisn gegn fjölskyldu og yfirvöldum . Himmel ohne Sterne , drama um ástir ungmenna sem búsett eru sitt hvorum megin landamæranna , með kornungum Horst Buchholtz áður en hann sló í gegn í Bandaríkjunum . Spur der Steine frá 1966 er svo áhugavert drama um valdabaráttu , vinnusiðferði og ástir á austurþýskum byggingarvinnustað sem endar í eins konar réttarhöldum þar sem allir leggjast í tilheyrandi gagnrýni og sjálfsgagnrýni með ófyrirséðum afleiðingum . Utan hins eiginlega tímaramma hátíðarinnar sýnum við mynd um Titanic í tilefni þess að eitt hundrað ár eru nú liðin frá því skipið sökk . Titanic frá árinu 1943 er sjaldséð og um margt umdeild mynd frá tímum þriðja ríkisins sem leiddi m.a. til handtöku og dauða upphaflega leikstjóra hennar Herbert Selpin . Mynd James Cameron frá 1997 um sama efni ber ýmis líkindi við þessa og telja sumir að Cameron hafi haft myndina að einhverju leyti til hliðsjónar við gerð sinnar myndar . Síðasti dagur hátíðarinnar er sunnudagurinn 13. maí . Aðgangseyrir er enginn og allir velkomnir . Allar myndirnar eru með þýsku tali og enskum texta . Sýningartímar : Susanne snýr heim til Berlínar eftir að hafa verið frelsuð úr útrýmingarbúðum . Heimaborg hennar er í rúst eftir stríðið og í íbúð hennar hefur sest að skurðlæknir nokkur , Mertens að nafni , sem er nýsnúinn heim úr stríðinu . Mertens er þjakaður af minningum stríðsins sem hann reynir að slæva með kaldhæðni og drykkju á dansknæpum . Þau komast að samkomulagi um að hann fái að dveljast áfram í íbúðinni , hann byrjar smám saman að ná sér og með þeim þróast ástarsamband . Þá kemst hann að því að yfirmaður hans úr hernum sem fyrirskipað hafði fjöldamorð á saklausum borgurum nokkrum árum áður lifir nú ábátasömu og áhyggjulausu lífi í næsta nágrenni . Upp koma áleitnar spurningar um hverjir eigi að refsa fyrir stríðsglæpi , einstaklingar eða dómstólar . Til fróðleiks : Morðingjar meðal vor var fyrsta myndin sem framleidd var í Þýskalandi eftir lok stríðsins . Daginn eftir frumsýningu hennar voru fyrstu dómar Nurembergréttarhaldanna kveðnir upp og tíu stríðsglæpamenn dæmdir til hengingar . ( Heimild : www.imdb.com ) Rústir Berlínarborgar , einungis ári eftir lok stríðsins , gegna áhrifamiklu hlutverki sem bakgrunnur sögunnar . Kvikmyndatakan er mögnuð og á köflum expressionísk í anda blómaskeiðs þýskra kvikmynda frá þriðja áratugnum og vísar einnig fram á veginn til mynda eins og The third man ( 1949 ) sem gerist á í Vínarborg stuttu eftir stríð . Der Hauptmann von Köpenick > Höfuðsmaðurinn frá Köpenick Leikstjóri : Helmut Käutner Vestur-Þýskaland , 1956 . 89 mín . Þýskur skósmiður er nýsloppinn úr fangelsi eftir að hafa setið inni í 15 ár fyrir smáþjófnað . Hann leitast við að koma undir sig fótum í samfélaginu , en fær neitun á neitun ofan frá atvinnurekendum sem vilja ekki ráða fyrrum fanga í vinnu . Án nauðsynlegra pappíra fær hann enga vinnu , en án vinnu fær hann ekki pappírana . Hann velkist um í vítahring prússnesks skrifræðis þangað til hann eitt kvöld gengur inn í búð með notuð föt og rekst á einkennisbúning kafteins sem vill svo til að passar honum fullkomlega . Skyndilega breytist framkoma fólks við hann algerlega . Til fróðleiks : Höfuðsmaðurinn frá Köpenick varð að eins konar alþýðuhetju í þýsku samfélagi og er saga hans talin sýna viðnám einstaklings við ósveigjanlegt samfélag . Hyllin sem Voigt naut meðal fólks stuðlaði að því að hann var leystur úr fangelsi eftir aðeins tvö ár . Myndin leikur sér að orðatiltakinu „ Fötin skapa manninn “ ( Kleider machen Leute ) og hæðist að blindri virðingu sem fólk sýnir einkennisbúningum . Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í flokki erlendra bíómynda , auk þess sem hún vann til ýmissa verðlauna innan heimalands síns . ( Heimild : www.wikipedia.com ) Fólk hefur lengi skemmt sér yfir djörfu uppátæki skósmiðsins Wilhelm Voigt , sem árið 1906 villti sér heimildir innan prússneska hersins og varð þekktur sem „ Höfuðsmaðurinn frá Köpenick “ . Myndin byggir á samnefndu leikriti Carl Zuckmayer frá 1931 , sem aftur byggir á sönnum atburðum úr lífi Voigt . Nokkrir rótlausir táningar hittast daglega við brautarteinana á horni Schönhauserstrætis í Austur-Berlín . Aðallega til að flýja leiðindin heima fyrir en líka til að reyna á hugrekkið og gera at í löggunni sem lítur þá hornauga fyrir áhuga þeirra á vestrænni tónlist og kvikmyndum . Þau skemmta sér , eiga í ástarsamböndum og eru til í nánast hvað sem er til að komast yfir vestur-þýska peninga . Vofveiflegir atburðir gerast sem reyna á vináttuna og þolinmæði yfirvalda og fangelsi eða flótti yfir til Vestur-Berlínar virðist eina úrræðið - eða hvað ? Til fróðleiks : Mörgum flokksleiðtogum fannst myndin gefa neikvæða mynd af austur-þýskum ungdómi en hún fékk jákvæða dóma hjá kvikmyndagagnrýnendum . Eftir talsverðar deilur voru sýningar heimilaðar og þremur mánuðum seinna höfðu yfir 1,5 milljónir áhorfenda barið hana augum . Nokkrum árum síðar var myndin ritskoðuð á grundvelli meints niðurrifs í innihaldi og bar leikstjóri hennar aldrei sitt barr eftir það . Það er sláttur á Balla og félögum þar sem þeir spranga um svæðið íklæddir búningum síns iðngildissem minna um margt á hetjur villta vestursins enda hörkuduglegir hvort sem er til vinnu eða skemmtana . Balla er og vinsæll hjá sínum mönnum enda sér hann um að þeir fái verðskuldaðan bónus og rétt útborgað . Hann er hins vegar lítt fyrir að breyta um verklag á byggingarsvæðinu að óþörfu og þegar Horrath flokksritari og Kata tæknifræðingur ráðast þangað til starfa vandast málin jafnt á vinnustað sem í einkalífi . Ástarþríhyrningur sem myndast með tilheyrandi flækjum leiðir til lyga , versnandi vinnumórals og tilheyrandi uppgjörs . Vinnustaðarréttarhöld fylgja svo í kjölfarið þar sem allir leggjast samkvæmt bókinni í tilheyrandi gagnrýni og sjálfsgagnrýni með ófyrirséðum afleiðingum . Til fróðleiks : Til stóð að Wolf Bierman flytti upphafslag myndarinnar en hann féll í ónáð áður en til þess kom . Leikstjórinn neyddist til að endurklippa myndina fyrir frumsýningu en fullyrti síðar að hann hefði ekki gert neinar málamiðlanir með senur sem skiptu hann máli . Menntamálaráðuneytið leit myndina hornauga og sá til þess að auglýsingar um hana voru fjarlægðar og fullyrt hefur verið að fólk á vegum þess hefði verið fengið til að hrópa hana niður á sýningum svo auðveldara yrði að fá hana bannaða og tekna úr umferð . Hún var fjarlægð úr kvikmyndahúsum eftir þrjá daga og ekki sýnd aftur fyrr en skömmu fyrir fall Berínarmúrsins árið 1989 . Hinum megin við landamærin , þó aðeins fáeina kílómetra frá , býr sonur hennar með afa sínum og ömmu . Til að vitja sonar síns þarf Anna , sem hefur misst eiginmann sinn í stríðinu , að leggja í háskaför yfir landamærin og hittir á leiðinni fyrir landamæravörðinn Carl Altman , Vestur-Þjóðverja sem hrífst af Önnu og hjálpar henni við að koma syninum ólöglega yfir til Austur-Þýskalands . Ekki líður á löngu þar til ástin gerir vart við sig og ungmennin hefja hættulegt ástarsamband í skugga járntjaldsins . Til fróðleiks : Leikarinn Horst Buchholz átti eftir að njóta mikillar velgengni á ferli sínum og gerði garðinn frægan í bandarískum myndum á borð við The Magnificent Seven ( 1960 ) og Fanny ( 1961 ) . Fyrir hlutverk sitt sem Mischa Bjelkin í Stjörnulaus himinn vann hann til verðlauna á Cannes hátíðinni fyrir besta leik . ( Heimild : www.wikipedia.org ) Anita G. , ung kona frá Austur-Þýskalandi , kemur til Vestur-Þýskalands í leit að betra lífi en reynist erfitt að fóta sig í nýju umhverfi Vestur-Þýskalands . Hún kemst upp á kant við lögin þegar hún stelur peysu sér til hlýju og situr í fangelsi í framhaldinu , dómur í engu samhengi við smávægilegan glæpinn . Þrátt fyrir velvilja skilorðsfulltrúa hennar velkist Anita á milli starfa eftir að hún kemur úr fangelsi og hefur ástarsamband við opinberan starfsmann sem að lokum kastar henni frá sér . Draumar hennar um betra líf í nýja Þýskalandi verða smám saman að engu . Þegar öll sund virðast lokuð og samfélagið hefur snúið baki við Anitu , leitar hún sér skjóls á óvæntum stað . Til fróðleiks : Leikstjórinn Alexander Kluge er stórt nafn innan þýskrar kvikmyndasögu en hann hóf kvikmyndagerðarferil sinn sem aðstoðarmaður Fritz Lang . Kluge er einn af höfundum hins svokallaða Oberhausen manifesto , sem markaði upphaf nýs tímabils í þýskri kvikmyndasögu ( New German Cinema ) . Kluge er mikill stílisti og höfundareinkenni hans koma skýrt fram í sögunni af Anitu G. ; óvenjuleg sjónarhorn og áhrifamikil kvikmyndataka . Myndin hlaut Silfur ljónið á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum . ( Heimild : www.wikipedia.org ) Formaður skipafélagsins White Star er ákafur í að hækka verðgildi félagsins með öllum ráðum og bindur vonir við að glæsiskipið Titanic slái öll hraðamet á jómfrúarferð sinni milli London og New York og auki þannig vegferð félagsins . Afleiðingarnar eru stærsta sjóslys 20. aldar . Í þessari mynd er einblínt á peningagræðgi og metorðagirni stjórnendanna og gáleysi um viðvaranir , á kostnað öryggis . En við þennan meginsöguþráð blandast svo persónulegar sögur og ástir innan skipsins og þegar skipið mætir örlögum sínum koma raunveruleg andlit fólks í ljós . Til fróðleiks : Saga myndarinnar er áhugaverð fyrir margar sakir , en myndin var sú stærsta í framleiðslu í sögu Þýskalands á þeim tíma . Þó að Joseph Göbbels hafi í upphafi staðið á bak við gerð myndarinnar , voru sýningar á henni bannaðar í Þýskalandi , en nasistar óttuðust að örlög skipsins gætu verið lesin táknræn fyrir fall þriðja ríkisins . Leikstjórinn , Herbert Selpin , var handtekinn og yfirheyrður af Göbbels en Selpin fannst síðan látinn í fangaklefa sínum og Werner Klinger var fenginn til að klára myndina . Myndin sýnir breskan aðal í sérlega slæmu ljósi og leitast við að útmála Breta sem kaldrifjaða peningamenn á meðan Þjóðverjar í myndinni eru sýndir í talsvert betra ljósi . Eru þessi skilaboð myndarinnar sambærileg við aðrar áróðursmyndir gegn Bretlandi frá þessum tíma . ( Heimild : www.wikipedia.org ) Þrátt fyrir þennan augljósa áróður er myndin áhugaverð fyrir margar sakir en bent hefur verið á ákveðin líkindi með mynd James Cameron frá 1997 , leikmynd og ákveðnar senur , sem gefa til kynna að Cameron hafi haft myndina að einhverju leyti til hliðsjónar við gerð sinnar myndar .
Sunnudaginn 6. maí kl. 15.00 opnar sýningin MANGA á Reykjavíkurtorgi Borgarbókasafns Reykjavíkur , Tryggvagötu 15 . Þar verður kunngert hver hefur farið með sigur af hólmi í MANGA myndasögusamkeppninni en skilafrestur í hana rann út 23. apríl sl . Á sýningunni verður afrakstur samkeppninnar en í hana bárust tæplega 60 tillögur frá fólki á aldrinum 10 - 20 + . Sigurvegarinn hlýtur verðlaun en að auki verða veittar fimm viðurkenningar fyrir framúrskarandi myndir og sögur . Þetta er fjórða árið í röð sem Borgarbókasafn og Myndlistaskólinn í Reykjavík standa fyrir myndasögusamkeppni og –sýningu . Þema samkeppninnar nú var MANGA eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna . Að venju var samkeppnin tileinkuð myndasöguhetju og í ár varð japanski vélstrákurinn Astro boy fyrir valinu , en hann verður sextugur á árinu . Um helgina verður einnig hinn alþjóðlegi dagur ókeypis myndasögunnar en hann ber upp á laugardaginn 5. maí . Það má því með sanni segja að helgin verði helguð myndasögum í Borgarbókasafni , Tryggvagötu 15 .
Þýsku kvikmyndhátíðinni „ Í skugga stríðs " , sem staðið hefur yfir í Kamesi Borgarbókasafns , Tryggvagötu 15 , lýkur nú um helgina . Laugardagur 12. maí Berlin – Ecke Schönhauser , kl. 13 Myndin Berlin Ecke Schönhauser frá 1957 fjallar um rótlausa táninga í Austur-Berlín í uppreisn gegn fjölskyldu og yfirvöldum . Titanic , kl. 15 Titanic frá árinu 1943 er sjaldséð og um margt umdeild mynd frá tímum þriðja ríkisins sem leiddi m.a. til handtöku og dauða upphaflega leikstjóra hennar Herbert Selpin . Mynd James Cameron frá 1997 um sama efni ber ýmis líkindi við þessa og telja sumir að Cameron hafi haft myndina að einhverju leyti til hliðsjónar við gerð sinnar myndar . Abschied von Gestern ( Anita G. ) , kl. 13 Myndin er frá 1966 í leikstjórn Alexanders Kluge , tímamótamynd með óvæntum endi um unga konu frá Austur-Þýskalandi sem kemur til Vestur-Þýskalands í leit að betra lífi . Die Mörder sind unter uns , kl. 15 Víðfræg mynd frá 1946 um afleiðingar stríðs , uppgjör og refsingu , tekin í rústum Berlínarborgar rétt eftir stríðið .
Fjölmenni og fjölbreytileiki á Fjölmenningardegi Fjölmenni og fjölbreytileiki setti mark sitt á Fjölmenningardag Reykjavíkurborgar sem haldinn var laugardaginn 12. maí . Þetta er í fjórða sinn sem Fjölmenningardagurinn er haldinn og er markmið hans að fagna fjölbreytileikanum . Dagurinn hófst með skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíginn og að Ráðhúsinu . Í Ráðhúsinu var markaður þar sem handverk og matur frá hinum ýmsu löndum var kynntur og í Tjarnarbíói var lifandi skemmtidagskrá frá 14.00 -19.00 . Borgarbókasafnið tók þátt í deginum og var með kynningarbás í Ráðhúsinu þar sem meðal annars var boðið upp á " lifandi tungumál " sem fólst í því að spjalla við ýmsa aðila á hinum ólíklegustu tungumálum . Kristín R. Vilhjálmsdóttir , verkefnastjóri fjölmenningar á Borgarbókasafni kynnti starfsemi safnsins í Ráðhúsinu
Nú stendur yfir sýning á MANGA myndasögum á Reykjavíkurtorgi aðalsafns . Sýningin er afrakstur myndasögusamkeppni Borgarbókasafns og Myndlistaskólans í Reykjavík . Úrslitin voru kynnt sunnudaginn 6. maí , um leið og opnuð var sýning á þeim verkum sem bárust inn í keppnina . Ásrún María Óttarsdóttir hlaut sigurverðlaun í myndasögusamkeppni Borgarbókasafns og Myndlistaskólans í Reykjavík sem lauk nýverið . Saga hennar um tölvuleikjaprinsessuna ónefndu þótti , að mati dómnefndar , „ bera af fyrir sögumennsku , litanotkun , sjónarhorn og vitaskuld teikningu . Auk þess hittir hún naglann á höfuðið með teygjanlegum mörkum alvarleika og aulahúmors , sem er einkennandi fyrir ákveðinn geira japanskra myndasagna . “ Einnig voru fimm þátttakendum veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi sögur og myndir . Þeir eru , í orðum dómnefndar : „ Anna Dóra Sigurðardóttir , fyrir íkonísk manga-portrett ; Dagný Rósa Vignisdóttir , fyrir skrítluna um veskið botnlausa ; Hildur Ýr Ásmundsdóttir , fyrir ringlandi ofurhetjuhasar ; Védís Rúnarsdóttir , fyrir nátthrafninn í hettupeysunni ; og Signý Æsa Káradóttir fyrir forviða sæborg . “ Keppnin var fyrir fólk á aldrinum 10 - 20 + ára . Í keppnina bárust tæplega 60 sögur og myndir . Dómnefndina skipuðu Bjarni Hinriksson myndasöguhöfundur , Björn Unnar Valsson bókmenntafræðingur og Inga María Brynjarsdóttir grafískur hönnuður og myndhöfundur .
Borgarbókasafn býður börnum á aldrinum 8 – 12 ára að taka þátt í ritsmiðjum vikuna 11. – 15. júní . Dagskrá er á hverjum degi , tvær klukkustundir í senn . Í ritsmiðjunum er áhersla lögð á skapandi skrif barnanna sjálfra og þeim til aðstoðar verða rithöfundar og starfsmenn safnanna . Ritsmiðja aðalsafns Tryggvagötu 15 verður í ágúst , nánari upplýsingar síðar . Ekkert þátttökugjald . Skráning hefst mánudaginn 14. maí . Hægt er að skrá í ritsmiðjurnar í söfnunum eða með því að senda tölvupóst á tengiliði .
Í sumar verður efnt til sumarlesturs fyrir börn og unglinga í öllum söfnum Borgarbókasafns . Fyrir hverja lesna bók er hægt að bæta geisla með nafni lesandans við sól sem mun skína í söfnunum . Þar með er nafn lesandans komið í pott og í hverri viku gefur FORLAGIÐ þátttakanda bók og í lok sumars fær einn heppinn lesandi sumarsins reiðhjól frá ERNINUM .
Svanur Kristjánsson fjallar um forsetaembættið Borgarbókasafnið efnir til kynningarfunda um forsetaembættið og -frambjóðendur . Á fyrsta fundinum mun Svanur Kristjánsson , prófessor í stjórnmálafræði , fjalla um forsetaembættið . Fundurinn verður miðvikudaginn 23. maí kl. 17.15 í aðalsafni , Tryggvagötu 15 . Fundurinn tekur um klukkustund og er öllum opinn .
Borgarbókasafn , Listasafn , Ljósmyndasafn og Minjasafn Reykjavíkur bjóða upp á kvöldgöngur í sumar eins og undanfarin ár . Kvöldgöngurnar verða á fimmtudagskvöldum kl. 20 og er lagt upp frá Grófinni , milli Tryggvagötu 15 og 17 , nema annað sé tekið fram . Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis . GÁLGAGANGA , fimmtudag 14. júní kl. 20 Listasafn Reykjavíkur Jónatan Garðarsson , fjölmiðla - og fræðimaður , leiðir göngu að Kjarvalsreitnum í Gálgahrauni í tengslum við sýninguna Gálgaklettur og órar sjónskynsins sem stendur yfir á Kjarvalsstöðum . Lagt er upp frá bílaplaninu við Hraunsvík nærri Sjálands - og Ásahverfum kl. 20 . Boðið er upp á rútuferð frá Grófarhúsi kl. 19.30 . HORFÐU TIL HIMINS , fimmtudag 21. júní kl. 20 Minjasafn Reykjavíkur Í þessari göngu verður horft til himins og athygli göngumanna vakin á skrautlegum húsum miðborgarinnar . Gönguna leiðir Helga Maureen Gylfadóttir sagnfræðingur . Lagt er upp frá Grófarhúsi . REYKJAVÍKURHÖFN , fimmtudag 28. júní kl. 20 Ljósmyndasafn Reykjavíkur Ljósmyndaganga um gömlu höfnina í fylgd með starfsmönnum Ljósmyndasafnsins . Þróunarsaga hafnarinnar verður rakin með hjálp gamalla ljósmynda . Gönguna leiðir Gísli Helgason . Lagt er upp frá Grófarhúsi . REYKJAVÍK SAFARÍ , fimmtudag 5. júlí kl. 20 Fjölmenningarleg kvöldganga í boði allra safnanna Menningarlífið í miðborginni er kynnt á spænsku , pólsku , ensku , litháísku og tælensku . Hvar eru leikhúsin , listasöfnin og aðrir skemmtilegir staðir ? Hvað er í boði fyrir börn , fullorðna og fjölskyldur ? Lagt er upp frá Grófarhúsi . FYRIR OFAN GARÐ OG NEÐAN , fimmtudag 12. júlí kl. 20 Borgarbókasafn Reykjavíkur Gengið verður um gróna reiti í miðbæ Reykjavíkur og dregnar fram bókmenntir sem þangað sækja rætur . Lagt er upp frá Grófarhúsi . „ SJÁLFSTÆTT FÓLK “ , fimmtudag 19. júlí kl. 20 Listasafn Reykjavíkur Listasafn Reykjavíkur í samvinnu við Nýlistasafnið leiðir göngu um sögu listamannarekinna rýma í Reykjavík . Lagt er upp frá Grófarhúsi . SKÚLI MAGNÚSSON OG INNRÉTTINGARNAR , fimmtudag 26. júlí kl. 20 Minjasafn Reykjavíkur Í þessari göngu verður rætt um starfsemi Innréttinganna og hugmyndir Skúla Magnússonar um allsherjarumbætur . Bergsveinn Þórsson safnafræðingur leiðir gönguna . Lagt er upp frá Grófarhúsi . NEÐAN-JARÐAR , fimmtudag 2. ágúst kl. 20 Borgarbókasafn Reykjavíkur Borgarbókasafn beinir augum niður á við og rannsakar neðanjarðarstarfsemi í skáldskap , sögu og sagnagerð . Gönguna leiðir skáldkonan Didda . Lagt er upp frá Grófarhúsi . LJÓSMYNDAGANGA UM LAUGARDAL , fimmtudag 9. ágúst kl. 20 Ljósmyndasafn Reykjavíkur Gangan er í samstarfi við Grasagarðinn og Fjölskyldu - og húsdýragarðinn . Rifjaðar verða upp minningar og sögur af fólki húsakosti , ræktun og búskap fyrri tíma . Gönguna leiðir Þorgrímur Gestsson , blaðamaður og höfundur bókarinnar Mannlíf við Sund . Gangan hefst við aðalinngang Grasagarðsins . HÍ 101 , fimmtudag 16. ágúst kl. 20 Í boði allra safnanna Menningarstofnanir Reykjavíkur standa fyrir sameiginlegri kvöldgöngu þar sem fjallað verður um helstu mennta - og menningarstofnun Reykjavíkur og landsins alls : Háskóla Íslands . Lagt upp frá Grófarhúsi . Við vekjum einnig athygli á því að frá 5. júní til 28. ágúst eru þriðjudagsgöngur í Viðey . Sjá nánar á www.viðey.com
Fyrsta kvöldgangan fimmtudaginn 14. júní Fyrsta kvöldganga menningarstofnana Reykjavíkurborgar verður fimmtudaginn 14. júní og er hún í höndum Listasafns Reykjavíkur .
Svíþjóð - England í háskerpu í Kamesinu í dag EM er sýnt í háskerpu í Kamesi Borgarbókasafns , Tryggvagötu 15 , á opnunartíma safnsins . Í dag hefst útsending kl. 15.30 með EM-stofunni og svo tekur leikur Svíþjóðar og Englands við kl. 16 . Heitt te á könnunni ( fótboltamenn fá sér víst alltaf te í hálfleik ) , útstilling á tónlist þátttökuþjóðanna semog bókum um þær og fótbolta . Ef þú átt í fórum þínum frumsamið efni , býrð yfir hæfileikum sem þú vilt koma á framfæri eða veist af einhverju sem gæti hentað fyrir Kamesið , sendu póst á : sigurdur.vigfusson@reykjavik.is .
Blóðdropinn afhentur fimmtudaginn 21. júní Fimmtudaginn 21. júní verður upplýst hver hlýtur Blóðdropann , glæpasagnaverðlaun Hins íslenska glæpafélags , fyrir bestu glæpasögu ársins 2011 . Verðlaunaafhendingin fer fram í aðalsafni , Tryggvagötu 15 og hefst hún kl. 17 . Verðlaunabókin verður jafnframt framlag Íslands til Glerlykilsins , norrænu glæpasagnaverðlaunanna , á næsta ári . Allir eru velkomnir . Boðið verður upp á léttar veitingar . Tilnefndar bækur eru : Brakið eftir Yrsu Sigurðardóttur Einvígið eftir Arnald Indriðason Feigð eftir Stefán Mána Klækir eftir Sigurjón Pálsson Lygarinn eftir Óttar M. Norðfjörð Myrknætti eftir Ragnar Jónasson Ómynd eftir Eyrúnu Ýr Tryggvadóttur Samhengi hlutanna eftir Sigrúnu Davíðsdóttur
Reykjavík Crimially : Bókmenntaganga á ensku Í júlí og ágúst býður Borgarbókasafn upp á glæpasagnagöngu á ensku alla fimmtudaga kl. 17 . Kynntar verða íslenskar bókmenntir fyrir ferðamönnum , og öðrum sem kjósa að fá leiðsögn á ensku , á lifandi og skemmtilegan hátt og er áherslan nú á glæpasögur . Gangan hefst við aðalsafn Borgarbókasafns í Tryggvagötu 15 kl. 17:00 og tekur rúma klukkustund . Ekkert kostar í gönguna og ekki þarf að bóka þátttöku nema um stóra hópa sé að ræða .
Reykjavík Safari - kvöldgangan fimmtudaginn 5. júlí Menningarlífið í miðborginni kynnt á spænsku , ensku , pólsku , tælensku og litháísku . Veist þú hvar bókasöfnin og söfnin , leikhúsin , stytturnar og skemmtilegu staðirnir eru ? Hvað er ókeypis ? Hvað gerist um helgar ? Hvað er fyrir börn , fjölskyldur og fullorðna ? Veldu leiðsögn á ofangreindum tungumálum , en hóparnir fimm hittast í lok göngunnar í Hafnarhúsinu þar sem boðið verður upp á hressingu og tónlistaratriði með söngkonunni Myrru Rós . Lagt verður af stað frá Grófarhúsi kl. 20 og tekur gangan um klukkustund en dagskránni í Hafnarhúsinu lýkur um kl. 22 . Þátttaka er ókeypis . Allir eru velkomnir ! Reykjavík Safarí er hluti af Kvöldgöngudagskrá sem Borgarbókasafnið , Listasafn Reykjavíkur , Ljósmyndasafn Reykjavíkur , Minjasafn Reykjavíkur og Bókmenntaborgin standa fyrir á fimmtudagskvöldum yfir sumartímann .
Á fimmtudaginn næstkomandi , 12. júlí , verður Borgarbókasafnið með kvöldgöngu sem ber heitið „ Fyrir ofan garð og neðan “ . Gengið verður um gróna reiti í miðbæ Reykjavíkur og dregnar fram bókmenntir sem þangað sækja rætur . Lagt er upp frá Grófarhúsi kl. 20 . Enginn aðgangseyrir og allir eru velkomnir ! Sjá nánar um kvöldgöngur sem Borgarbókasafnið , Ljósmyndasafn , Listasafn og Minjasafn Reykjavíkur standa fyrir í sumar : Kvöldgöngur
Á Facebook-síðu Borgarbókasafnsins getur þú fengið ýmsar hugmyndir að lesefni . Elsa Guðmundsdóttir er nemi í spænskum fræðum við Háskóla Íslands og hún bauð fram krafta sína sumarið 2012 til kynna bækur á Facebook-síðu safnsins . Hún velur saman gamlar og nýjar bækur í bókapakka undir ákveðnu þema og geta vinir Borgarbókasafnsins nú flett í gegnum bókapakka sem vekja áhuga þeirra . Smellið á albúmin hér fyrir neðan til þess að sjá bækurnar ( athugið að það þarf ekki að vera skráður inn á Facebook til þess að sjá bækurnar , aðeins til þess að skrifa athugasemdir og deila ) .
Verðlaunahafi sumarlestursins í síðustu viku var Aþena Mist , 7 ára . Hún fékk að launum bókina Dagbók Ólafíu Arndísar eftir Kristjönu Friðbjörnsdóttur frá Forlaginu . Hún var einnig bókaormur vikunnar á Krakkasíðu Fréttablaðsins síðasta laugardag . Í sumar verður leikurinn endurtekinn vikulega , þ.e. heppinn þátttakandi fær bók frá Forlaginu og Fréttablaðið tekur viðtal og birtir það ásamt mynd á Krakkasíðu blaðsins . Í lok sumars fær síðan einn þátttakenda reiðhjól frá Erninum í verðlaun . Auk Borgarbókasafns , Forlagsins og Fréttablaðsins tekur Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO þátt í sumarlestrinum .
Marilyn og Greta - sýning á teikningum Kristínar Ómarsdóttur Á síðasta ári sendi Kristín frá sér bókina Við tilheyrum sama myrkrinu - Af vináttu : Marylin Monroe og Greta Garbo . Þar birtir hún sögur og teikningar sínar af þeim stöllum og nú má sjá leikkonurnar tvíefldar á veggjum bókasafnsins . „ Ég byrjaði að teikna Marilyn Monroe og Gretu Garbo fyrir mörgum árum . Það gerðist alveg óvart : , allt í einu í hreinasta bríaríi teiknaði ég mynd af Marilyn eftir ljósmynd og gaf vinkonu minni sem hengdi teikninguna upp á vegg , síðan var ekki aftur snúið . Ég fór að hafa það fyrir sið að teikna Marilyn , upp úr bókum sem ég hafði keypt á fornmörkuðum og sem urðu á vegi mínum , og á ferðalögum , og því næst af ljósmyndum af Internetinu . Þegar ég skrifaði fyrstu söguna um leikkonurnar tvær fór ég að teikna Gretu upp úr bókum sem ég hafði eignast fyrir fjölda mörgum árum og lesið , en bækur um hana voru nú horfnar úr hillum og borðum bókabúða ; en ekki af Internetinu . Þá fór ég leynt og ljóst að búa til þessa bók með sögum og teikningum af leikkonunum tveimur . Ég lifði mig inn í viðfangsefnið . Það var í einstaka tilfelli að ég brá mér yfir girðinguna og kíkti frá öðru sjónarhorni inn í vinnuherbergið , að mér sýndist ég vera að fást við eitthvað sem ég gæti kallað unglingslegt , þá brosti ég út í annað , hló að sjálfri mér , og öðrum , og öllum heiminum , klifraði til baka yfir girðinguna og settist aftur dáleidd og utan við mig niður við vinnuborðið . “ Sýningin er samstarfsverkefni Borgarbókasafns , Bókmenntaborgarinnar og Hinsegin daga .
Verðlaunahafi sumarlestursins í síðustu viku var Gylfi Hugi Harðarson , 8 ára . Hann fékk að launum bókina Víti í Vestmannaeyjum eftir Gunnar Helgason frá Forlaginu . Hann var einnig bókaormur vikunnar á Krakkasíðu Fréttablaðsins síðasta laugardag .
Borgarbókasafnið verður sem fyrr með fjölbreytta og skemmtilega dagskrá á Menningarnótt . Japönsk menning verður áberandi en nú stendur yfir í Aðalsafni fræðslu - og ljósmyndasýning um kjarnorkuárásirnar á Hírósíma og Nagasaki . Þá verður boðið upp á sögustundir fyrir börn með sögum sem tengjast kjarnorku og Íslensk-japanska félagið ætlar að bjóða upp á japanskt te og origami . Sýning á myndum Kristínar Ómarsdóttur af Marilyn Monroe og Gretu Garbo stendur nú yfir á Bókatorgi , teiknismiðja sem er hluti af alþjóðlegri teiknisamkeppni verður fyrir börn á aldrinum þriggja til fjórtán ára og Söguhringur kvenna ætlar að leggja lokahönd á Prjónahúsið í Hafnarhúsi . Kynnið ykkur dagskrá Borgarbókasafnsins hér fyrir neðan og líka á menningarnott.is . Borgarbókasafnið tekur þátt í alþjóðlegu teiknisamkeppninni Colorful Rights á vegum ítölsku samtakanna Fondazione Malagutti onlus og er keppninni ætlað að vekja athygli á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna . Milli klukkan 15 og 17 verður teiknismiðja fyrir börn á aldrinum þriggja til fjórtán ára og verður þátttakendum boðið að senda myndirnar inn í keppnina . Leiðbeinendur verða listamennirnir Erna G. Sigurðardóttir og Kristín Arngrímsdóttir . Sögustundir fyrir börn Sögustundir fyrir börn með japönskum sögum og myndum sem tengjast kjarnorku . HEIMA – HEIMUR prjónaskapur og spjall í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi Söguhringur kvenna er samstarfsverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og Samtaka kvenna af erlendum uppruna . Á Menningarnótt munu þær leggja lokahönd á Prjónahúsið sem stendur uppi í A-sal Hafnarhússins og velta fyrir sér spurningum á borð við „ hvað gerið heimili að heimili ? “ og „ hvað gerir heimaland að heimalandi ? “ Grænt teboð og origami Boðið verður upp á japanskt te og rískökur og kennslu í origami . Allan daginn Á síðasta ári sendi Kristín frá sér bókina Við tilheyrum sama myrkrinu - Af vináttu : Marylin Monroe og Greta Garbo . Þar birtir hún sögur og teikningar sínar af þeim stöllum og nú má sjá leikkonurnar tvíefldar á veggjum bókasafnsins . Hírósíma / Nagasaki . Mynda - , fræðslu - og minjasýning um kjarnorkuárásirnar árið 1945 . Sýning á vegum The Nagasaki National Peace Memorial Hall for the Atomic Bomb Victims sem lýsir í máli og myndum kjarnorkusprengjunum sem varpað var á Hírósíma og Nagasaki árið 1945 og afleiðingum þeirra .
Borgarbókasafnið rekur bókabílinn Höfðingja , sem hefur viðkomu víðs vegar um borgina . Aðsetur hans er við Kringlusafn . Hægt er að panta bókabílinn í heimsókn , til dæmis í leikskóla eða aðrar stofnanir . Bókabíllinn kemur einnig á hverfishátíðir og aðra viðburði í borginni . Bíllinn er myndskreyttur af Gunnari Karlssyni myndlistarmanni . Sími í bókabíl : 699 0316 Áætlun bókabílsins ( bókabíllinn gengur ekki í júlí og ágúst )
Sögubíllinn Æringi , sem er litli bróðir bókabílsins Höfðingja , heimsækir leikskóla Reykjavíkur og býður börnunum í sögustund . Æringi hefur aðsetur í Ársafni . Ævintýralegar myndir prýða bílinn en efnt var til samkeppni meðal myndlistarmanna um skreytingar og bar Brian Pilkington sigur úr býtum . Sögubíllinn er ekki bara ævintýralegur að utan heldur einnig að innan , dökk flauelstjöld og stjörnur í lofti skapa skemmtilega og spennandi umgjörð um sögurnar . Hekla hf og Þróunarsjóður leikskólaráðs veittu styrk til að koma sögubílnum í gang . Hægt er að panta sögubílinn í heimsókn til dæmis í stofnanir , hverfahátíðir eða aðra viðburði í borginni . Allar nánari upplýsingar veitir Ólöf Sverrisdóttir í síma 664 7718 , olof.sverrisdottir@reykjavik.is Langar þig að taka þátt ? Æringi óskar eftir eldri borgurum til að koma í bílinn og segja börnum frá atburðum eða aðstæðum úr eigin bernsku . Vinsamlegast hafið samband við Ólöfu Sverrisdóttur í síma 664 7718 eða með því að senda póst á olof.sverrisdottir@reykjavik.is
Starfsmenn upplýsingaþjónustunnar leitast við að mæta þörfum notenda fyrir safngögn á hvaða formi sem er , svara fyrirspurnum og leita heimilda . Starfsmenn upplýsingaþjónustunnar leiðbeina notendum á sviði upplýsingalæsis , s.s. varðandi val og notkun viðeigandi hjálparmiðla við upplýsingaöflun . Hér er hægt að senda fyrirspurnir og verður þeim svarað eins fljótt og auðið er og eigi síðar en innan tveggja sólarhringa . Sendu okkur fyrirspurn á borgarbokasafn@borgarbokasafn.is . Við veitum einnig upplýsingaþjónustu á Facebook á opnunartíma safnsins . Settu fyrirspurn á vegginn okkar og við svörum eins fljótt og auðið er . Kíktu á okkur á Facebook ! Þjónustuyfirlýsing upplýsingaþjónustunnar Upplýsingaþjónusta Borgarbókasafns er alltaf til staðar þegar safnið er opið . Upplýsingaþjónustan er á ábyrgð bókasafns - og upplýsingafræðinga eða annarra háskólamenntaðra starfsmanna safnsins sem hafa þjálfun í að veita faglega upplýsingaþjónustu . Upplýsingaþjónustan er fyrir alla , einstaklinga , stofnanir og fyrirtæki . Áhersla er lögð á upplýsingaþjónustu fyrir þá sem ekki hafa aðgang að upplýsingaþjónustu á vinnustað sínum eða skóla . Hún er veitt án endurgjalds og er fyllsta trúnaðar gætt . Aðgangur er að úrvali uppsláttar - og fræðirita á hvaða formi sem er . Leiðbeiningar eru veittar varðandi safnkost Borgarbókasafns og um notkun rafrænna gagnasafna , innlendra sem erlendra . Notendur eru aðstoðaðir við heimildaöflun og við að finna svör við staðreyndaspurningum . Ef viðeigandi gögn og heimildir finnast ekki í Borgarbókasafni er notendum bent á önnur bókasöfn eða leiðbeint með millisafnalán . Fyrirspurnum sem berast með tölvupósti er svarað eins fljótt og auðið er og eigi síðar en innan tveggja virkra daga .
Borgarbókasafn leggur metnað sinn í að bjóða upp á fjölbreyttan safnkost sem höfðar til og nýtist börnum , ungu fólki og fullorðnum . Safnið leggur áherslu á að kaupa inn íslenskt efni , skáld - og fræðirit , tónlist , kvikmyndir og fræðimyndir en einnig að fylgjast með og kaupa inn áhugavert efni sem gefið er út erlendis . Í Borgarbókasafni er meðal annars að finna : Skáldrit á íslensku og erlendum tungumálum Fræðirit á íslensku og erlendum tungumálum ( aðallega ensku )
Skírteini Borgarbókasafns eru gefin út á einstakling og er óheimilt að nota skírteini annarra . Skírteinin gilda í öllum söfnum og bókabíl Borgarbókasafns , í Bókasafni Seltjarnarness og Bókasafni Mosfellsbæjar . Skírteini eru frí fyrir eldri borgara og öryrkja og fyrir börn að 18 ára aldri . Aðrir greiða árgjald . Lykilorð fyrir þig Þegar skírteini er gefið út fær eigandi lykilorð . Lykilorðið er notað í sjálfsafgreiðsluvélunum og til að komast á „ mínar síður “ á leitir.is . Þar er hægt að endurnýja safnefni ef ekki liggur fyrir pöntun á því , skoða útlánasögu og panta efni sem er í útláni . Útlán fyrir þig Lánstími er mismunandi , bækur eru að jafnaði lánaðar út í 30 daga , tónlist í 2 vikur , kvikmyndir í 2 daga og annað myndefni í viku . Hægt er að skila safnefni í öllum söfnum Borgarbókasafns sem og Bókasafni Seltjarnarness og í Bókasafni Mosfellsbæjar . Endurnýja má lán á safnefni einu sinni , á safninu , á leitir.is eða með símtali á bókasafnið . Áminning um skiladag er send til þeirra sem hafa netfang sitt skráð á safninu . Forráðamenn eru hvattir til að skrá netföng sín með skírteinum barna sinna til að fá senda áminningu vegna útlána þeirra . Á réttum tíma fyrir þig Allir dagar eru sektarlausir á Borgarbókasafn ... ef skilað er á réttum tíma . Ef gögnum safnsins er skilað eftir að útlánstími rennur út eru greiddar dagsektir samkvæmt gjaldskrá . Innheimtubréf er sent 4 vikum eftir skiladag . Forráðamenn fá innheimtubréf vegna vanskila barna og unglinga . Þinn hagur Það er allra hagur að vel sé farið með safnefnið . Glatist eða skemmist safnefni í vörslu lánþega er það á hans ábyrgð og þarf hann að greiða andvirði þess . Forráðamenn bera ábyrgð á því efni sem börn fá að láni .
Skírteini 1700 kr. á ári ( börn og unglingar undir 18 ára aldri , eldri borgarar og öryrkjar greiða ekki fyrir skírteini ) . Skírteini eru innifalin í Menningarkortum , en þau gilda einnig á Listasafn Reykjavíkur og Minjasafn Reykjavíkur . Sjá nánar um Menningarkortin . Viðmiðunargjald fyrir glötuð gögn og gögn sem skemmast í meðförum lánþega Bækur og hljóðbækur 3.000 kr . Tungumálanámskeið 3.000 kr . Myndbönd og mynddiskar 2.500 kr . Tónlistardiskar 2.000 kr. - Bæklingur með tónlistardiskum 2.000 kr . Nótur og snældur 1.000 kr . Tímarit 200 kr . Ef um ný gögn er að ræða ( innan við tveggja ára ) gildir innkaupsverð .
Borgarbókasafnið leggur áherslu á að vera í góðu samstarfi við kennara á öllum skólastigum . Auk fastra liða eins og safnfræðslu og sögustunda er starfsfólk Borgarbókasafns ávallt opið fyrir heimsóknum , nýjum hugmyndum og samstarfi . Hafið samband við Þorbjörgu Karlsdóttur , thorbjorg.karlsdottir@reykjavik.is , s . 4116100 . Þjónusta í boði fyrir nemendur og kennara : Safnfræðsla Öllum nemendum í 4. bekk ásamt kennara er boðið í heimsókn í safnið í sínu hverfi og fá þeir kynningu á safninu og starfsemi þess . Borgarbókasafn býður auk upp á safnfræðslu fyrir nemendur á öllum aldri sé þess óskað . Hafið samband við viðkomandi safn . Sögustundir og safnfræðsla Leikskólakennarar og kennarar yngri nemenda geta pantað sögustundir og safnfræðslu í söfnum Borgarbókasafns . Hafið samband við viðkomandi safn . Póstlisti fyrir starfsfólk skóla og frístundaheimila Það er alltaf eitthvað um að vera í Borgarbókasafninu fyrir börn á grunnskólaaldri : námskeið , sýningar , smiðjur , upplestrar o.s.frv . Til þess að láta kennara og starfsfólk frístundaheimila vita af þessum viðburðum í Borgarbókasafninu erum við með póstlista sem er sérstaklega ætlaður þeim . Skráðu þig á póstlistann ef þú vilt fylgjast með !
Við í Borgarbókasafni erum nú önnum kafin við að kaupa inn efni , fylla upp í eyður og almennt að búa okkur undir þau tímamót að John Lennon hefði orðið sjötugur 9. október næstkomandi . Í millitíðinni viljum við vekja athygli á síðunni Box of Vision þar sem aðdáendum gefst færi á að senda inn video á netinu með afmælisóskum ... Borgarbókasafn Reykjavíkur hélt keppni í ljóðaslammi þriðja árið í röð á Safnanótt föstudaginn 12. febrúar . Þema kvöldsins var væmni og brugðu keppendur ólíku ljósi á þetta vandmeðfarna viðfangsefni , þótt ástin hafi óneitanlega sett sterkan svip á kvöldið .
Næsti Söguhringur kvenna verður haldinn á sunnudaginn 15. janúar , kl. 14.00 á Borgarbókasafni , Tryggvagötu 15 . Að þessu sinni mun Valgerður Jónsdóttir kynna og stjórna því sem á ensku hefur verið kalla " intercultural dialogue " eða samræða milli menninga . Í tilefni komu Yoko Ono Plastic Ono Band á Iceland Airwaves – og útstillingar í tón - og mynddeild safnsins á einu af þremur minningahylkjum sem gerð voru í fyrra um John Lennon og friðarboðskap hans – verður myndin John Lennon / Plastic Ono Band sýnd kl. 15 og kl. 16 í aðalsafni á laugardag . Sumarlesturinn á Foldasafni gekk vonum framar í ár en um helmingi meiri þátttaka var í ár en í fyrra . Við á Foldasafni vorum mjög ánægð að sjá hvað það komu margir krakkar að ná sér í lesefni í sumar . Af því tilefni slógum við upp veglegri uppskeruhátíð þar sem 10 heppnir krakkar fengu verðlaun við hátíðlega athöfn . Fimmtudagskvöldið 4. ágúst kl. 20 býður Borgarbókasafn til kvöldgöngu þar sem Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur rekur slóð bókmennta í miðbænum og bendir á mismunandi birtingarmyndir borgarinnar í skálskap af ýmsum toga og frá ólíkum tímum . Lesarar með henni verða Einar Ólafsson og Sunna Björk Þórarinsdóttir .
Bókaverðlaun barnanna 2007 voru afhent á sumardaginn fyrsta í aðalsafni Borgarbókasafns Grófarhúsi . Borgarbókasafn veitir verðlaunin hvert ár fyrir tvær bækur aðra frumsamda og hina þýdda . 6 - 12 ára börn velja bækurnar og fer valið fram í grunnskólum og bókasöfnum um allt land Veðrið var ekki alveg upp á sitt besta föstudagskvöldið 8. febrúar þegar Safnanóttin var haldin . Þrátt fyrir það mættu um 40 manns eða rúmlega það til að fylgjast með Kristínu Marju Baldursdóttur rithöfundi opna sýningu á verkum sem hún hafði valið úr Artótekinu
Kíktu á bókasafnið á 9 tungumálum - myndband ! / Take a look at the Library in 9 languages - video ! Borgarbókasafn , ásamt stofnunum í Reykjavík og í Asturiashéraði á Spáni , tók þátt í Comenius Regio verkefni frá 2010 til 2011 . Yfirskrift verkefnsins var SPICE , sem annars vegar stendur upphafsstafi landanna og hins vegar fyrir Student – Parents – Interculturality – Community – Education , en verkefnið var um fjölmenningu og móttöku innflytjenda . Eftirfarandi myndbönd voru styrkt af verkefninu .
Bókin fjallar um Þórhall sem er fluttur með fjölskyldunni sinni til Þrándheims í Noregi . Hann þekkir engan í skólanum og gengur undir nafninu Túrhalur Túrdarson . Eins og það sé ekki nógu slæmt þá gnæfir löngu dauður kóngur yfir og allt um kring eins og hann væri enn í fullu fjöri . Af hverju halda allir að það sé eitthvað gaman að búa í útlöndum ? Og hvernig í ósköpunum á ellefu ára strákur úr Hlíðunum að lifa þetta af ?
Úkk og Glúkk : Ævintýri kúng-fú-hellisbúa úr framtíðinni eftir Dav Pilkey Þýð. : Bjarni Guðmarsson . Varúð ! Ekki fyrir lúða . Úkk og Glúkk eru svölustu hellisbúar steinaldarinnar . Þeir una glaðir við sitt þegar sóðalegt risafyrirtæki úr framtíðinni ræðst inn í líf þeirra . Strákarnir og risaeðlukrílið Lilja snúa vörn í sókn og ferðast um tímagöng til ársins 2222 e.Kr . Þau eignast nýja vini , læra kúng-fú og berjast við hroðaleg illmenni framtíðarinnar . En stóra spurningin er : tekst þeim að bjarga fortíðinni og þar með okkur í nútíðinni ? Æsispennandi grallarasaga eftir höfund bókanna um Kaftein Ofurbrók .
Garðar grunar að eitthvað sé að gömlu myndavélinni sem hann og vinir hans fundu . Myndirnar úr henni misheppnasta allar illilega . Á einni þeirra er bíll pabba hans til dæmis í klessu - skömmu síðar lendir faðir hans í hörðum árekstri . En vinir Garðars trúa honum ekki , Sara fær hann meira að segja til að koma með myndavélina í afmælið sitt og taka mynd af sér . Þegar myndin er framkölluð er Sara ekki á henni .
Galdrastafir og græn augu eftir Önnu Heiðu Pálsdóttur Sveinn er í sunnudagsbíltúr með fjölskyldu sinni þegar hann finnur galdrastaf ristan í stein suður í Selvogi . Í einni svipan er hann hrifinn aftur til ársins 1713 en á þeim tíma bjó í Selvogi séra Eiríkur í Vogsósum . Sveinn verður þátttakandi í nokkrum þjóðsögum um prestinn fjölkunnuga og vill fyrir alla muni læra hjá honum galdur til að komast til nútíðarinnar aftur , en presturinn leggur fyrir hann ýmsar snörur sem reyna á ráðsnilld stráksa .
Líf Klöru Thoroddsen var fullkomið - eða því sem næst ! . Fyrir utan speltsjúka og kaupóða , hormónabrenglaða móður , pabba með sjálfskapaðan athyglisbrest og tvo bræður sem minntu frekar á skæruliða en smábörn , var tilveran bara nokkuð góð ... Þar til allt fór í steik !